Af hoppi og híi

-Voðalega erum við öll óhamingjusöm, sagði Bjartur og skolaði óhamingju sinni niður með gúlsopa af landamærabjór.
-Hulla og Eiki eru ekki óhamingjusöm, sagði ég.
-Nei ekki þau en næstum allir aðrir, svaraði hann. Hmmm… þetta samfélag okkar er nú ekki stórt og þessir allir eru Bjartur og Svartur, ég sjálf og kannski Dana María sem er nú venjulega ósköp kát. Halda áfram að lesa

Hvað má það kosta?

Samkvæmt öllum lögmálum ætti líf mitt að vera fullkomið. Ég veit nefnilega nákvæmlega hvað ég vil og ég veit líka hvað það má kosta. Ríkustu og hamingjusömustu menn í heimi hafa gefið þessa uppskrift og ég lærði hana á barnsaldri. Hvað viltu? Hvað má það kosta? Bara vera með þetta tvennt á hreinu og þar með á að vera einfalt að svara lykilspurningunni; hvað ætlarðu að gera til þess að fá það sem þú vilt? Flestir svara aldrei síðustu spurningunni af því þeir klikka á öðru hvoru grundvallaratriðinu en ekki ég, óneiónei, ég er nefnilega með þetta allt saman á hreinu. Halda áfram að lesa