Ástkæra ylhýra

-Ég var að frétta að það gengi svona æðislega vel hjá ykkur.
-Jájá. Við fengum virkilega gott start, fína kynningu í fjölmiðlum.
-Já hvað segirðu. Og eruð þið þá bara að græða á hæl og hnakka?
-Kannski ekki alveg á hæl og hnakka. Meira svona á hæl og fingri.
-Nú? Á maður að segja hæl og fingri? Æ ég er svo vitlaus í þessu.

2

Eftirfarandi gullkorn er frá syni mínum Byltingamanninum.

Sko! Til skamms tíma leit út fyrir að Helvíti yrði brátt eini staður veraldarinnar þar sem maður gæti búist við að finna ósnortna náttúru. En nú eru svo margir virkjanasinnar komnir þangað að þeir eru örugglega búnir að virkja hvern einasta hver og hvert einasta eldfjall í Vítii.