Samt er ég góður strákur

Hvað er ég að gera hér? Þegar allt kemur til alls hef ég hvorki orðið þess vör að sýn hans á manneskjuna og heiminn sé áhugaverðari en gengur og gerist né hefur hann sýnt mér persónulega athygli eða kitlað hégómagirnd mína. Hann hann er frekar klár í venjulegri merkingu þess orðs en ekki djúpvitur. Hann segir skemmtilega frá en fyndni hans er ekki á neinum heimsmælikvarða. Mér finnst hann sætur en ekki svo íðilfagur að ég myndi nenna að hanga yfir honum klukkutímum saman bara þessvegna. Auk þess er kynslóðabil á milli okkar. Halda áfram að lesa

Jólahlaðborð

Hótelstjórinn bauð staffinu í jólahlaðborð. Missti sig í óhóflegt örlæti, keypti barinn og sagðist ætla að fara á hausinn með stæl. Jeminn hvað við drukkum mikið. Samt varð ég ekki full sem er í rauninni ótrúlegt í ljósi þess að ég drakk eins mikið frá syni mínum og Sykurrófunni og ég mögulega komst yfir. Bara svo helvíti erfitt að ætla að takmarka unglingadrykkju með því að stela úr glösum barnanna þegar þau fá ótakmarkað magn áfengis afgreitt á barnum án þess að borga fyrir það. Halda áfram að lesa

tja

-Það gengur fjöllunum hærra að þið Bruggarinn séuð nánast orðin par, sagði Spengilfríður þegar ég mætti í vinnuna í kvöld.
-Já, ég hef heyrt það líka en það reyndist bara hin mesta lygi, svaraði ég.
-Mér finnst að þið ættuð að gera alvöru úr því, það er kominn tími á að eitthvað gerist í ástamálum á þessum vinnustað, sagði hún. Halda áfram að lesa

Í hvaða rúmi?

Í vinnunni var ég spurð í þaula um skemmtanalíf mitt á föstudagskvöldinu. Þýðingarmiklar augngotur milli kokkanna og Þokka fylgdu og ég var farin að hallast að því að einhver hefði séð þegar ég steig inn í leigubílinn með Ástþóri Magnússyni undir morgun. Í örstuttri pásu króguðu Þokki og kokkarnir mig svo af í eldhússkróknum. Halda áfram að lesa

Nælonsokkur og riðlirí

Á venjulegu kvöldi vill bera við að Þokki leiti inn í eldhús, á hröðum flótta undan girndaraugnaráði vergjarnra kvenna -og þegar verst lætur hreinni og klárri áreitni. Að lokum var hann orðinn svo leiður á þessu að hann ákvað að mæta í nælonsokkum í von um að lostabríminn rénaði dálítið svo hann fengi vinnufrið. En þá tók ekki skárra við. Nú hefur hann ekki undan að bíta af sér káfsækna karla. Halda áfram að lesa

Klám og sori

Staffið í vinnunni hefur víst lesið bloggið mitt og krefst nú staðfestinga á því hver hann sé, þessi sem ég kalla Bruggarann. Engin önnur persóna vekur minnstu forvitni enda virðast menn hafa tekið eina línu úr einum texta og dregið af henni þá ályktun að ég sé almennt haldin brennandi girndarlosta í garð Bruggarans. Halda áfram að lesa

Missed call

Missed call á símanum mínum þegar ég lauk vinnu í gærkvöld. Hringt frá veitingahúsi í Reykjavík. Ég held ég viti hver var að reyna að ná í mig en hversvegna notaði hann ekki gemsann sinn? Ef ég hefði símanúmerið hans, myndi ég þá hringja, bara til að tékka á því hvort hann hefði verið að reyna að ná í mig? Hvað myndi ég þá segja? Halda áfram að lesa

Fyrirhuguð hýðing

Ég er foxill út í Hótelstjórann.

Í fyrsta lagi fyrir að hleypa þessu sataníska menntaskólaballi í húsið, í öðru lagi fyrir að ráða ekki fleira fólk til starfa á þessháttar kvöldi og í þriðja lagi af því að mér finnst heppilegt, til að hrella ekki fleiri en nauðsynlegt er, að taka alla reiði mína gagnvart mannkyninu, Bandaríkjaforseta og guðdómnum út á einum og sama manngarminum. Auk þess er hann karlmaður og það eitt nægir mér alveg til þess að skamma hann. Halda áfram að lesa

And I still haven’t found …

Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa

Kvold á púbbinn

Partýið var ekki alveg að gera sig. Ég hafði vonast eftir nostalgísku syngisamkvæmi en einhvernveginn snerist það upp í íþróttamót þar sem allir áttu helst að taka þátt ellegar snarhalda kjafti á meðan hinir íþróttuðu. Ég rölti með Spúnkhildi og æskuunnustu mannsins sem átti ekki tíkall yfir á minn eigin vinnustað. Þar var rólegt, einu karlkúnnarnir í fylgd kvenna eða á aldur við föður minn og þar sem ég sá loksins hring Kynþokkaknippisins 2 dögum eftir að ég fékk frátekningu hans staðfesta hjá Pólínu, sá ég síst meiri ástæðu til að flagga táldráttarkjólnum þar en í samkvæminu. Halda áfram að lesa