Vönduð þýðing á vinsælli bók tilbúin

Síðasta vetur dundaði ég við það, sjálfri mér til yndisauka að þýða bandaríska skáldsögu. Þetta er saga tveggja kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera ekki ástfangnar af mönnunum sínum. Þær leggja ástríðu sína í matargerð og öðlast með því dýpri skilning á eðli hjónabandsins. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Tókst loks að gera upp hug minn

Ég er búin að snúast í marga hringi í Icesavemálinu en eftir nokkrar andvökur yfir meðrökum og mótrökum varð niðurstaðan nei. Prjónahjónin voru svo elskuleg að taka mig með til Kolding. Þessi mynd var tekin fyrir utan heimili mitt í Bovrup þegar við vorum að leggja af stað. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Stara fastar?

Allir vita að brauðið ristast fyrr ef maður horfir á brauðristina. Af hverju gildir það sama ekki um tölvupóst sem maður bíður eftir? Ég er búin að góna á tölvupóstinn í allan dag og ekkert gerist.

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2011

Best er að deila með því að afrita slóðina

Ekkert nýtt

Eva: Ég held svei mér þá að ég sé að skipta um skoðun á þjóðaratkvæðagreiðslum. Kannski bara best að finna einhvern huggulegan einvald.
Hulla: Hvað nú?
Eva: 26% Íslendinga treysta íslenska hernum! 26%!
Hulla: Jæja já? Og er það eitthvað nýtt að fólk treysti fyrirbæri sem er ekki til?

Mér skilst að spurningin eigi við um heri almennt. Hvurslags fávitagangur er þetta eiginlega? Er t.d. reiknað með því að ef Svisslendingur treysti sínum her, treysti líka herjum Bandaríkjamanna og Japana?

Best er að deila með því að afrita slóðina

Hvenær elskar maður mann?

Ég vaknaði í björtu. Hélt að væri komið langt fram á dag en klukkan var bara 7. Það birtir svona miklu fyrr í Aabenraa en i Ørsta.

Já, ég er semsagt komin heim. Allavega í bili. Festi ekki yndi í Noregi sem er þó vafalaust besta land í heimi ef maður á annaðborð flytur þangað af einberum áhuga. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Ekki lengur bitur heldur viðkvæm?

Öll mín einlífisár hef ég fengið þau skilaboð að ég sé bitur og örvæntingarfull. Nú þegar ég á mann heyri ég þetta ekki…

Posted by Eva Hauksdottir on 24. febrúar 2011

Best er að deila með því að afrita slóðina

Þetta er bara svona

Þegar maður flytur á milli landa verða ótrúlegustu smáatriði að vandamálum. Þetta er lítið mál þegar maður á fjölskyldu í nýja landinu sem er búin að komast að öllu sem skiptir máli en töluvert flóknara þegar maður stendur einn. Að sumu leyti er maður bara eins og krakki. Veit ekki hvert á að snúa sér til að leysa einhver smámál. Veit ekki hvað er eðlilegt og líður oftar en ekki frekar heimskulega. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Atvinnuleit

Nú held ég að ég sé alveg búin að læra þessa setningu:'Det finnes for tiden ingen aktuelle stillinger'

Posted by Eva Hauksdottir on 15. febrúar 2011

Best er að deila með því að afrita slóðina

Þetta með húfuna

Eins og hann Maggi minn er annars fatfríður maður þá er það þetta með bleiku húfuna… Um daginn týndist hún en hoppinteglan á heimilinu á samskonar húfu, og hann fékk hana bara lánaða í staðinn.

Posted by Eva Hauksdottir on 30. janúar 2011

Best er að deila með því að afrita slóðina

Sjónin að breytast

Ég er skyndilega orðin fjarsýn, án þess að verða fyrst nærsýn. Ég hélt að fjarsýni væri gamalmennakvilli. Hef ég hlaupið yfir aldursskeið eða er þetta normalt?

Posted by Eva Hauksdottir on 10. janúar 2011

Best er að deila með því að afrita slóðina

Ekkert svo slæmt

Húsið er stórt, bjart, með gestaherbergi, nægu geymsluplássi, góðum skápum og baðkari og nú erum við komin með olíuofn svo mér varð ekkert kalt í nótt 🙂

Posted by Eva Hauksdottir on 9. janúar 2011

Best er að deila með því að afrita slóðina

Hlýnaði smá

fékk lambalæri hjá tengdó og húsið er orðið heitt. Nú þarf ég bara að sjá til þess að bleika húfan hans Magga verði fyrir einhverju óhappi til að verða fullkomlea hamingjusöm.

Posted by Eva Hauksdottir on 6. janúar 2011

Best er að deila með því að afrita slóðina

Koman til Voldu

-26 klst ferðalagi lokið. (Enginn tímasparnaður að taka ferjuna.) -Hitamælirinn sýnir 10 °C -innandyra en ég gat sofið…

Posted by Eva Hauksdottir on 6. janúar 2011

Best er að deila með því að afrita slóðina

Nýárskveðja

Gleðilegt ár og ég vona að allir hafi átt jafn ánægjuleg áramót og ég og hafi jafn góða ástæðu og ég til að reikna með að árið 2012 verði í alla staði frábært.

Posted by Eva Hauksdottir on 1. janúar 2012

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

Sérfróð um hamingjuna

Mér tókst að lesa heila metsölubók um hamingjuna án þess að finna svo mikið sem eitt smáatriði sem ég vissi ekki fyrir. …

Posted by Eva Hauksdottir on 28. desember 2010

Best er að deila með því að afrita slóðina