Um jarðarfarir

Þegar ég var að vinna á elliheimilinu í Bovrup fannst mér eitthvað ólekkert við að tala um að frú Petersen væri „dauð“. „Í íslensku eru til fleiri orð um dauðann og það þykir ósmekklegt að nota sama orðið um dauða manneskju og dautt dýr, er virkilega ekki til neitt annað orð í dönsku en død?“ spurði ég. Samstarfkona mín horfði þreytulega á mig „er man døj så er man døj“ sagði hún á klingjandi suðurjósku, og skellti tíköllum á augnlokin á frú Petersen. Eða á auglokin á líkinu af frú Petersen öllu heldur. Halda áfram að lesa

Útför

Sævar Ciesielski var jarðsettur í dag.

Prestsfáráðurinn á sæti í stjórnlaganefnd og notaði tækifærið til að reka áróður fyrir ágæti sinna eigin verka. Líkræðan var að verulegu leyti dásömun á stjórnarskrártillögunni og getgátur um hvað Sævar hefði orðið hrifinn. Ég held reyndar að Sævar hefði orðinn frekar hrifinn af því ef núgildandi stjórnarskrá hefði bara verið framfylgt. Lítil huggun í því að menn fái betri stjórnarskrá til að brjóta. Halda áfram að lesa

Sifjar

Sit við eldhússborð í Hlíðunum og virði þá fyrir mér. Bræður mína sem ég kynntist aldrei. Fékk ekki að kynnast? Eða ber ég kannski bara fulla ábyrgð á því sjálf að hafa látið stjórnast af tillitssemi við mann sem ég hafði svosem engar skyldur við? Halda áfram að lesa

Bréf til ókunnugs bróður

Fékk póst á Facebook í morgun. Frá líffræðilegum hálfbróður mínum. Hann frétti fyrst af tilvist minni núna um daginn.

Það var hann Beggi bróðir minn sem sagði honum frá mér. Þeir eru víst gamlir vinir, hafa spilað saman en Beggi hafði ekki hugmynd um að þeir ættu sömu systur. Beggi áttaði sig á þessu þegar móðir okkar sagði honum frá sjúkdómnum. Vildi svo til að faðir vinar hans var nýlátinn úr sama sjúkdómi og nafnið stemmdi og heimabær hins látna. Ísland er lítið.

Eldri systkinin vissu af mér en ekki þeir tveir yngstu. Hann segir að fréttirnar af einni systurinni enn hafi komið sér í uppnám. Sagði að sig langaði að vita hvaða tilfinningar hrærðust í mér vegna þessara mála allra.

Hér er mitt svar.

Halda áfram að lesa

Von

Ég svaf ekki í nótt. Las allt sem ég fann á netinu um sjúkdóminn. Fann fyrir hugarhægð þegar ég sá að það er ekkert víst að þetta sé erfasjúkdómur. Það er víst aðeins í 10% tilvika sem þetta er arfgengt en ef það er arfgengt á annað borð eru líkurnar á að maður fái sjúkdóminn 50%. Það er þessvegna sem allir heima hjá Sunnevu verða sem strengdir upp á þráð ef pabbi hennar misstígur sig. Hann er að verða fertugur og helmingslíkur á að hann sé með þetta. Halda áfram að lesa

Arfur

Mér þykir ömurlegt að þurfa að segja þér þetta, en því miður þér kemur það við, sagði Hulla.

Ég sendi henni tortryggnislegt augnaráð og rétti henni hvítvínsflöskuna.
Þú verður að reyna að opna hana, ég get það ekki, sagði ég. Djöfull sem ég er pirruð á því hvað ég er máttlaus í höndunum. Hef verið að væla um þetta frá 2007 og kvað svo hart að að frú Varríus heimsótti mig í búðina og færði mér að gjöf krukkuopnara sem ég hef notað mikið síðan. Halda áfram að lesa

My Genius

Birta is my ‘genius’. (Elizabeth Gilbert explains what that means in this inspiring talk) She is intertwined with my personality rather than an alter ego. As I want to be a writer I couldn’t live without her but sometimes I just want to eliminate her from my life, because her merciless criticism permeates all my thoughts about myself. I send her to her room, but she’s one insidious bugger and always manages to sneak up on me again. She has been bothering me lately. Halda áfram að lesa

Lovable

Babies are such lovable creatures. You look at your newborn and your heart is sizzling, captivated, overwhelmed with love. Yet the infant is hardly more than a crying carcass of sensitive cells, utterly dependent on you, demanding your service 24/7 and unable to give anything in return. Halda áfram að lesa

Picturing my mother

I grew up in a dysfunctional family, like most people. Or maybe it was just my mother who was dysfunctional. I was the oldest of three sisters and a parental child by the age of nine. Parenting your own parent as a child leaves you with a big responsibility, yet no power. I was robust and probably better qualified for that role than my sweet sisters. I was assertive, even abrasive from childhood, formidable before I finished primary school. Eccentric too I guess, but who isn’t somewhat eccentric anyway? Halda áfram að lesa

My Sister’s Approach

My sister is such a rare jewel. Not just affable like most nice people but so utterly lovable that she should have a full-time job just being her. And she is so nice to me. It is not that she understands my way of thinking, she does not and she doesn‘t pretend to either, but she accepts me for who I am. She and her husband are supportive in the best sense of the word and they are very dear to me. Halda áfram að lesa

Facebookial Suicide

I deactivated my facebook account. I like facebook. It is a big part of my life, as a matter of fact, I use it almost every day. However, I didn’t think of it as a big deal, since you can easily reactivate the account whenever you want to. Well, it turns out to be a very big deal, some people even think that this means I’m suicidal. I’m not. I’m not fine either, I’ve been through a crisis, and yes, closing my account has something to do with the state I’m in, but it is just a website, and I have not deleted it permanently, just put it aside.

Halda áfram að lesa

Galdur vikunnar

Ef ég fengi vinnu við að ydda tréliti, yrði ég rekin samdægurs. Ég brýt blýin á meðan ég ydda. Ég get heldur ekki orðið leigubílstjóri nema þá að sérhæfa mig í óvissuferðum og ég treysti fáum verr en sjálfri mér til að fara með völd. Nánast hvað sem er annað kemur til greina. Halda áfram að lesa