Fling

Kurteisishjal höfðar ekki sérstaklega til mín og eftir stutt spjall um daginn, veginn og verðlagið, spurði ég hreint út:
-Og einhver ást í spilinu?
-Ég er ennþá með sama flingið og síðast,
 svaraði hann.
-Áttu við þessa sem kom með þér hingað fyrir jólin? spurði ég og jú þaðvar víst sú sama. Halda áfram að lesa

Hákarl

Markmið, markmið, heimurinn æpir markmið. Það er töfrabragð nútímans. Ef þú veist ekki hvert þú ætlar, þá kemstu ekki þangað. Ef þú vilt ekkert, þá færðu ekkert. Ef þú hefur ekki framtíðarplan mun nokkuð hræðilegt henda þig -nefnilega ekkert! Halda áfram að lesa

Ókunnug kona hefur skráð þig sem vin

Á þessum árum frá því að ég uppgötvaði vefbókina, hef ég eignast nokkra bloggkunningja. Slík sambönd verða til á svipaðan hátt og önnur kunningjasambönd. Ég sé áhugavert komment frá Siggu á blogginu hans Jóa, les bloggið hennar Siggu og svara færslu frá henni, set kannski tengil á hana á mitt blogg, hún fer að lesa mína vefbók og einn daginn er kominn tengill á mig á bloggið hennar. Tengsl hafa myndast. Stundum slitna þau strax, stundum styrkjast þau. Halda áfram að lesa

Klipp

Ég þarf að fara til háraðgerðafræðings. Hef ekki farið í klippingu í 8-9 mánuði og ég er með hár sem er álíka gróft og kóngulóarvefur og slitnar hraðar en það vex. Höfuðgæran á mér á semsé lítt slikt við heilbrigði og silkiglans þessa dagana. Hlynur er hættur og ég er nánast í sorg yfir því. Mér finnst miklu verra að láta ókunnugt fólk vesenast í hárinu á mér en að fara í krabbameinsskoðun.

Gottámig

Mig verkjar í vöðva sem ég vissi ekki að ég hefði. Og neinei, það stendur ekki í neinu sambandi við sundurliðaða rúmið mit enda hafa allir mínir bólfimivöðvar haft mjög ötulan einkaþjálfara síðustu mánuði. Það eru vöðvar í herðum og handleggjum sem æpa nánast sjálfir við hverja hreyfingu og það er algerlega sjálfri mér að kenna. Ég sleppti því að teygja mig eftir æfingu. Ekki spyrja hvað ég var að hugsa, það hefur augljóslega verið allt annað en gáfulegt.

Brumknappar

Mér finnst svo gaman að umgangast hana Borghildi systur mína þessa dagana. Fólk sem er upplýst og víðsýnt og hefur kynnt sér málin frá aðeins öðrum sjónarhornum en maður sjálfur er yfirleitt áhugaverður félagsskapur og þegar við bætist löng hrina af góðum ákvörðunum og heillavænlegri afstöðu til manna og málefna, þá finnur maður líka fullt af hlutum sem maður gæti sjálfur breytt hjá sér án mikillar fyrirhafnar. Velgengni er smitandi og systir mín hefur allt aðrar og miklu skynsamlegri hugmyndir um velgengni nú en fyrir tíu árum. Halda áfram að lesa

Sálfræði tragedíuplebbans

Tragedíupleppinn er algeng manngerð sem hefur þó ekki fengið verðskuldaða athygli innan sálarfræðinnar. Tragedíuplebbinn er gjarnan afkastakátur moggbloggari, duglegur við að endursegja fréttir af hneykslismálum, ofbeldismálum og ýmsum hjákátlegum uppákomum en forðast allar umræður sem krefjast þess að hann noti í sér heilatuðruna til að afla upplýsinga og mynda sér sjálfstæðar skoðanir. Halda áfram að lesa

Lausar skrúfur

-Get ég aðstoðað, spurði afgreiðslumaðurinn, þar sem ég stóð við skrúfurekkann í Byko og reyndi (greinilega með góðum árangri) að líta út eins og bjargarlaus kona.
-Mig vantar svona skrúfur með hvössum enda, eins og t.d. þessar, en það þarf líka að vera ró eða eitthvað svoleiðis til að halda á móti, sagði ég.

Halda áfram að lesa

Sukk

Í augnablikinu vantar ekki koffein í kerfið. Reyndar ekki sykur og rjóma heldur. Ég fékk omelettu ala Pegasus og páskaegg í morgunmat, hnetukrems- og súkkulaðiköku í hádeginu og svo vorum við að koma frá pabba og Rögnu sem buðu okkur í kaffi og rjómapönnukökur á nýja heimilinu í Kópavogi.

Í augnablikinu er Walter að slíta út einkalíkamsræktarstöðinni sinni á efri hæðinni. Ég er hinsvegar að brúna kartöflur. Einhvernveginn grunar mig að ég muni borða megnið af þeim líka.

Játning

Einkennilegt hvað það kemur mér í mikið uppnám að rekast á stafsetningarvillur á blogginu mínu. Þetta eru einhver ómerkilegustu mistök sem hægt er að gera sig sekan um og gerist svosem ekki oft en ég verð trítilóð út í sjálfa mig, jafnvel reiðari en þegar ég fæ stöðumælasekt. Halda áfram að lesa

Föstudagurinn langi

Ég gat voða lítið hlaupið í morgun. Getur verið að æfingar gangi betur ef maður hefur borðað áður? Mér finnst ótrúlegt að morgunmatur skipti miklu máli upp á úthaldið því það sem háir mér er ekki vöðvaþreyta hefur vanrækt hjarta og lungu. Samt sem áður er það eina breytan sem ég finn sem gæti skýrt þetta. Halda áfram að lesa

Góðra manna ráð

Það er alveg saman hvort reksturinn gengur vel eða illa, alltaf er fólk jafn boðið og búið að gefa mér góð ráð. Bæði nánustu vinir og bláókunnugir viðskiptavinir eru svoleiðis með það á hreinu hvað þarf til að gera Nornabúðina að heimsveldi að ég skil bara ekkert í því að þetta ágæta fólk skuli ekki vera löngu búið að stofna fjölþjóðlega verslunarsamsteypu sjálft, í stað þess að færa mér leyndarmál góðs verslunarreksturs á silfurfati. Ég gæti skilið það ef ég væri þekkt fyrir ósjálfstæði og bjargarleysi, hefði ekkert hugmyndaflug, bæri mig illa eða hefði enga sem ég gæti leitað til. Ekkert af þessu á við en sat er ólíklegasta fólk alltaf boðið og búið að sjá um að hugsa fyrir mig. Halda áfram að lesa

Háð

Andardráttur vakandi manns. Andardráttur sofandi manns. Lyktin af einhverjum sem er stærri og sterkari en maður sjálfur. Síðasta syfjaða góða-nótt hvíslið áður en maður líður inn í svefninn. Að rumska við leitandi snertingu sofandi handar, sem er bara að ganga úr skugga um að maður sé örugglega nálægur. Snerting kviðar við bak. Fólk hlýtur að vera nokkuð góðir vinir þegar því er farið að finnast svo ágætt að límast saman á svitanum, að það hefur ekki fyrir því að fara í náttföt eða leggja lak á milli sín.

Við systurnar bökuðum okkur pizzu og drukkum rauðvín í kvöld, spiluðum krossgátuspil og ræddum heimsmálin, trúarbrögð og heimsku mannanna. Hún ætlar að koma með á Vantrúarbingóið á morgun (eða öllu heldur í dag). Ég er löngu komin heim en á eitthvað erfitt með að koma mér í rúmið. Ég hef verið svo mikið hjá Pegasusi undanfarið að ég er að verða háð því að sofna hjá honum. Röklega séð er það óheillavænleg þróun.

 

Síðasta kvöldmáltíðin

Dauðadæmdi fanginn var einkar jákvæður maður. Hann valdi sér bigmakk með frönskum og kokteilsósu til að gúlla í sig fyrir svefninn langa og dásamaði heppni sína. Flestir fá nefnilega ekki tækifæri til að velja síðustu máltíðina sína, sem í mörgum tilvikum er hafragrautur með sveskjum eða jógúrtsull, ásamt mjólk úr stútkönnu, næringarsprautu og hálfu kg af pillum.

Eftir stendur spurningin um það hvað maðurinn var eiginlega að pæla með þessu vali sínu. Hann mátti nefnilega alveg fá eitthvað almennilegt.

Eitt sem ég veit ekki en langar að vita: Geta dauðadæmdir fangar pantað vín með síðustu máltíðinni sinni?

 

Árangur

Ég get hlaupið. Vííí!

Hingað til hef ég ekki getað hlaupið nema 1-2 mínútur án þess að standa á öndinni. Var alveg jafn léleg í gær og hina dagana, komin með astmaandardrátt um leið. Var frekar óánægð því þegar ég fór í ræktina í sumar, tók það mig ekki nema viku að ná upp nógu góðu þoli til að geta hlaupið. Halda áfram að lesa

Feitar kjeddlingar

doveMér brá ponkulítið í fyrsta sinn sem ég sá brúnkukremsauglýsinguna frá Dove.

Feitar kerlingar í húðvöruauglýsingu, það er eitthvað nýtt. Á hálfri sekúndu áttaði ég mig þó á því að engin þeirra er feit. þær eru þvert á móti grannar. Vafalaust í neðstu mörkum kjörþyngdar. Eins og ég. Halda áfram að lesa

Hvað ertu að hugsa?

Ég hef tekið eftir því að karlmönnum finnst yfirleitt afskaplega óþægilegt að vera spurðir að því hvað þeir séu að hugsa. Sem segir mér að svarið hljóti að vera einkar athyglisvert. Vinkona mín segir að það sé bara vegna þess að þeir séu að hugsa um kynlíf og reikni með óþægilegum spurningum um persónur og leikendur ef þeir viðurkenni að þeir verji að jafnaði 15 klst á dag til þess að hugsa um riðlirí. Mér finnst þetta ótrúlegt. Kynlíf er ágætt en einfaldlega ekki nógu áhugavert til að nokkur nenni að hugsa um það stöðugt. Halda áfram að lesa