Heiðurgerð

Til eru ýmis lýsingarorð sem hafa mætti um litina og litasamsetninguna á íbúðinni sem ég bý í en „smekklegt“ er ekki eitt þeirra. Nú þegar Hollendingurinn fljúgandi er fluttur inn með allt sitt antik og fínerí er engu líkara en að frystihússgrænu veggirnir í eldhúsinu æpi á ljósa málningu. Ástarhreiðrið er málað í nærbuxnableikum lit og skakkur veggfóðursborði með afarljótum myndum af telpum í balletkjólum, hangir c.a. 15 -20 cm frá lofti. Ég hef hvergi annarsstaðar séð þessa staðsetningu á veggfóðursborða og hún kemur vægast sagt illa út. Halda áfram að lesa

Leikskáldið byrjað á nýju verki

Leikskáldið byrjað á nýju verki og vill fá mig í söngtextana. Síðasta stykki er ennþá í skoðun, mikinn óratíma tekur alltaf að skoða hlutina. Umrætt leikskáld er aukinheldur stigið á svið og leikur á móti manninum sem átti ekki tíkall. Jahérna hvað heimurinn er lítill. Segist sjálfur gera margt betur en að leika en ég trúi því varla að maður með aðra eins frásagnargáfu sé nokkuð minna er ágætur á sviði.

Andar

Andarnir sem fylgja antikhúsgögnum Hollendingsins fljúgandi fluttu inn með honum.

Stofan mín er orðin glerfín en herbergi sonar míns Byltingamannsins verður best lýst með orðinu „umhverfisslys“. Ég er búin að segja honum að ég ætli að kenna honum að halda því snyrtilegu. Það verður síðasta uppeldisaðgerð mín gagnvart honum, hann verður 18 ára í sumar.

Tilbrigði við Janosh

Einhver fegursta saga sem ég þekki er sagan af því þegar litla tígrisdýrið og litli björninn voru á ferðalagi í gegnum skóginn til að leita að fjársjóði. Þegar litla tígrisdýrið varð þreytt, tók litli björninn það á bakið og bar það, alveg þar til hann var orðinn svo þreyttur að hann komst ekki lengra. Þá tók litla tígisdýrið vin sinn á bakið og bar hann þar til það til það var aftur orðið uppgefið. Þannig héldu vinirnir áfram í gegnum skóginn, báru hvor annan til skiptis, þar til takmarkinu var náð. Halda áfram að lesa

Dósentinn veikur

Dósentinn minn dáði og dýrkaði liggur fyrir dauðanum og sagt er að honum hafi hrakað. Ég ætti að fara og kveðja hann en finnst einhvernveginn óviðeigandi að banka upp á hjá einhverjum sem ég hef ekki séð í 10 ár, í þeim tilgangi að kveðja. Það væri eins og yfirlýsing um að hann ætti enga lífsvon.

Samt ætti ég að fara til hans. áður en það verður of seint.

Ekki eitt verkefni

Birta: Ekki eitt verkefni inn á borð síðustu tvær vikur. Heitir það ekki atvinnuleysi?
Eva: Ég er ekki þessi týpa sem gengur atvinnulaus.
Birta: Við erum nú samt atvinnulausar góða mín.
Eva: Það hljóta að koma verkefni.
Birta: Það veit ég ekkert um en hitt veit ég að það koma jól.
Eva: Þetta reddast.
Birta: Hvernig?
Eva: Ég veit það ekki ennþá. Halda áfram að lesa

Að læsa dyrunum

-Ég er ekki vond við þá sem mér þykir vænt um. Ekki viljandi allavega. En ég er vond við þá sem eru mér ekkert meira en bólfélagar, sagði ég.
-Af hverju?
-Af því að til þess eru þeir, sagði ég. Ég refsa þeim fyrir að vera karlmenn af því að þannig eru slík sambönd, bara tvær einmana manneskjur sem fá útrás fyrir þjáningu sína með því að kvelja hvor aðra.
-Þú mátt ekki vera vond við mig. Halda áfram að lesa

Veit ekki alveg hvert stefnir

Eva: Úff, fjandinn sjálfur, hvað á ég eiginlega að elda?
Birta: Lasanja auðvitað.
Eva: Af hverju er það svona auðvitað?
Birta: Það er gott, einfalt, getur ekki mistekist, þarf ekki að standa yfir því.
Eva: Já en er það ekki að verða dálítið klisjukennt? Ég meina við eldum alltaf lasanja þegar einhver kemur í mat í fyrsta sinn.
Birta: Hann veit það ekki.
Eva: Nei en samt… Halda áfram að lesa

Hugleiðing um mannleg listaverk

-Ég ætla nú ekkert á neitt flug strax, sagði ég. Enda veit ég svosem ekki hvort er nokkurt vit í að vera að hitta hann. Ég geri alveg eins ráð fyrir því að eftir viku verði ég búin að átta mig á því að hann sé algjör rugludallur sem ekkert er hægt að stóla á. Eða hann búinn að missa áhugann á mér, sem er reyndar líklegra. Við höfum sést heima hjá þér áður og honum líkaði ekki einu sinni vel við mig, hann sagði mér það sjálfur. Halda áfram að lesa

Poppkorn

Er ég skotin í honum? Hvernig spyrðu? Geturðu nefnt mér eina ástæðu fyrir því að vera ekki skotin í honum? Ekki svo að skilja að ég sé á leið með að leggjast í einhverja geðbilun yfir því, ég verð léttskotin í öllum sem eru ekki annaðhvort á föstu eða beinlínis ógeðfelldir nema hvort tveggja sé. Halda áfram að lesa

Evaevaeva

Þegar spörfuglinn semur lag, án þess að hafa ákveðið kvæði í huga, spinnur hann texta við það á staðnum. Ekki innihaldsríkan og vel ortan texta, heldur bara einhver orð til að festa laglínuna í minni og svo hann geti sungið hana með blæbrigðaríkara tungutaki en lallara og tammtaramm. Halda áfram að lesa