Tókst loks að gera upp hug minn

Ég er búin að snúast í marga hringi í Icesavemálinu en eftir nokkrar andvökur yfir meðrökum og mótrökum varð niðurstaðan nei. Prjónahjónin voru svo elskuleg að taka mig með til Kolding. Þessi mynd var tekin fyrir utan heimili mitt í Bovrup þegar við vorum að leggja af stað.

Geislabaugurinn hefur vakið nokkra umræðu í fjölskyldunni. Líklegt þykir að þarna hafi náðst á mynd staðfesting þess að gvuðdómleg blessun fylgi ákvörðun minni. Ég held hinsvegar að þetta sé merki um að ákvörðunin sé Satanísk (sem í mínum huga er bara mjög jákvætt) því ég er greinilega á leiðinni út úr geislabaugnum. Prjónína bendir aftur á móti á að baugurinn hafi verið minnstur á fyrstu myndinni sem hún tók og að ég sé betur inni í honum á þeirri síðustu, eins og ég sá að ganga inn í hann en ekki út úr honum. Mér finnst það reyndar ekki nærri eins töff.

Það var hávaðarok við ræðismannshúsið í Kolding. Mér finnst við hæfi að gusti dálítið um lýðveldið Ísland þessa dagana en verð að játa að nýja klippingin mín nýtur sín illa í roki.

Hulla systir mín lagaði kosningakaffi og Prjónmundur og frú buðu upp á bakkelsi frá flottasta bakaríi landins. Það var jafn flott og íslensk bakarí. Því miður gleymdist að taka myndir af fínheitunum en ég stal þessari mynd af netinu.


Þetta er sumsé Lagkagehuset. Glæsilegt bakarí með gott sætabrauð á góðu verði.

Best er að deila með því að afrita slóðina