Þú ert ekki Bjartur?

Við stóðum við grænmetisborðið í lágvöruverðsverslun í Voldu þegar ókunnug kona vatt sér að mér. Hśn talaði íslensku og sagðist endilega vilja heilsa upp á ‘nornina’.

Konan hefur búið í Noregi í 11 ár og það er aðeins farið að heyrast á mæli hennar. Hún er ánægð í Voldu, segir að það sé gott að búa hér. Það kom í ljós að hún hafði lengi fylgst með blogginu mínu og fannst eftirsjá að því.
-Þú ert ekki Bjartur er það? spurði hún svo Bjart.

Ég hef ekki birt persónulegar færslur á blogginu lengi en ákvað að birta allavega eitthvað um það sem hefur verið að gerast í lífi mínu síðasta mánuðinn. Þegar maður fær staðfestingu á því að algerlega ókunnugt fólk lesi það sem maður skrifar, ég tala nú ekki um þegar einhver þekkir persónur og leikendur á götu, þá hlýtur mann að langa til að halda áfram.

Já og bæðevei, ufsi er prýðilegur matur. Mjög góður steiktur með roðinu, allavega ef það er vel skafið. Mér finnst hann miklu betri en ýsan og skil ekkert í því að ég hafi ekki kynnst honum öðruvísi matreiddum en sem farsbollum fyrr en nú.

Best er að deila með því að afrita slóðina