Morðæði í eldhúsinu

Við stóðum í eldhúsinu þegar Júlíus kom fram á öðru hundraðinu með flugnaspaðann á lofti og sveiflaði honum vígalega í átt að nætufiðrildi sem reyndist hraðfleygara en ætla mætti. Fiðrildið flögraði undir eldhússgardínuna og andartaki síðar var Júlíus kominn upp í eldhússvaskinn, hékk í gardínustönginni og bandaði spaðanum undir gluggatjaldið.

-Júlli hvernig stendur á því að þú ert ekki svona atorkusamur þegar þú átt að fóðra kindurnar? spurði Bjartur.
Júlíus, sem verður sjaldan kjaftstopp, stakk hausnum undan gardínunni og svarað að bragði;
-Ég má ekki drepa þær.

Best er að deila með því að afrita slóðina