Útgáfudagur nálgast

Jæja, þá fer nú loksins að hylla undir að þessi bók okkar Ingólfs komi út. Upp úr 20. mars segja þeir hjá Skruddu. Mér finnst þetta hafa tekið óratíma en það var nú ekki fyrr en síðustu vikuna í janúar sem þeir fengu handritið í hendurnar og flestir útgefendur taka sér meira en hálfan dag til umhugsunar, svo ég get víst vel við unað.

Næsta verkefni er að undirbúa útgáfuteiti. Ég er ekki mikið samkvæmisljón, held ekki einu sinni upp á afmælið mitt nema á 12-15 ára fresti, en ég ætla allavega að fagna í þetta sinn.

Best er að deila með því að afrita slóðina