Krísa

Ingó fann útgefanda sem er því leyti vænlegur kostur að hann sagði bara já. Ekkert svona, ‘höfum samband með vorinu’ kjaftæði. Að vísu er sá útgefandi ekki til í mína hugmynd, sem er sú að hafa þetta rafbókarútgáfu og prenta bara 300 eintök fyrir snobbara, ég er því í töluverðum vafa.

Við Ingó töluðum fyrst um að gefa þetta bara út sjálf og þá bara sem rafbók, allavega til að byrja með. Nú bendir Ingó á að við höfum lagt upp með tilraun sem hefði hentað í rafútgáfu en við reiknuðum fyrst með að þetta yrði bara 40-50 síðna kver, með kannski 10 ljósmyndum. Ingó segir að þetta séu bara gjörbreyttar forsendur og það er kannski nokkuð til í því en mikið djöfull geta karlmenn verið miklir þverhausar þegar þeir eru búnir að bíta eitthvað í sig.

Ég þarf að svara því alveg á næstunni hvað ég vil gera. Ég er ekki vön því að vera neydd til að verðleggja heilindi mín og er satt að segja í rosalegri krísu.

Best er að deila með því að afrita slóðina