First they ignore you

 

Ingó er að verða geðveikur á fólk sem ýjar að eða segir hreint út að hann sé ‘kominn í klámið’. Karlar virðast ekki sjá neitt nema brjóst og klofhárafeministar þegja þunnu hljóði en senda Ingó stingandi augnaráð. Það gleður ósegjanlega í mér kvikindið að vita að ekki þurfi að hreyfa meira við kústskafinu en þetta til að reka það alla leið upp í kok.

390 manns hafa nú skoðað þetta myndskeið á youtube en enginn tjáir sig þar. Það eru heldur ekki margir sem hafa sagt neitt á tjásukerfinu á facebook og ótrúlega fáir úr hópi nánustu vina birta þetta á síðunum sínum. Hins vegar hef ég fengið fjölda einkaskilaboða frá fávitum sem hafa aðallega athugasemdir á borð við:
-Flott kona.
-Flott brjóst.
-Vel vaxin.
Enginn umræddra fávita virðist hafa náð orði af því sem ég er að segja.

Mikið vildi ég gefa fyrir að sjá upplitið á þeim þegar næsta myndskeið fer í loftið.

Best er að deila með því að afrita slóðina