Gvuð er til

Kom heim í gær. Frekar fúlt að missa af réttarhöldunum og ég hef engar fréttir fengið frá þeim enn.

Hulla systir mín var náttúrulega í skýjunum fyrir, orðin amma og allt og ekki dvínaði gleði hennar við að koma heim. Allt húsið tandurhreint og búið að kveikja á kertum. Ekki nóg með það heldur var líka búið að skipta stóra herberginu á efri hæðinni í tvö, eins og hana hefur langað til svo lengi, setja á þau hurðir og ný gólfefni á alla efri hæðina. Ekkert eftir nema að mála svo allt verði fullkomið. Hún hafði ekki hugmynd um að Eiki væri byrjaður á þessu, hvað þá að þetta væri komið svona langt.

Bjartur hugsaði um kisurnar mínar og blómin á meðan ég var á Íslandi og hann var, auk þess að byggja sitt eigið hús og hjálpa Eika, búinn að skúra allt heima.

Er karlkyninu hér með bent á að taka sér þessa dándimenn til fyrirmyndar.

Best er að deila með því að afrita slóðina