Kisur og rjómarönd

Komst að því í dag hversvegna er skynsamlegt að loka kettina frammi í þvottahúsi á meðan maður býr til rjómarönd. Ég hefði sko þurft að gera það áður en ég byrjaði að þeyta rjómann. Um leið og ég náði annarri til að henda henni fram, var hin komin upp á borð. Samvinnuóþekkt semsagt.

Þegar rjómi og egg eru annarsvegar er enginn saklaus köttur á mínu heimili. Það var hinsvegar bara Norna sem reyndi að smakka matarlímið. Um daginn átti ég túnfisksalat. Norna reyndi að opna ísskápinn.

Best er að deila með því að afrita slóðina