Út vil ek

Búin að bóka flug og undarlegt nokk, mér líður bara strax miklu betur. Óvissa getur verið skemmtileg að vissu marki en til lengdar skiptir máli að hafa þótt ekki sé nema eitt atriði varðandi framtíðina á hreinu. Ég er allavega að fara út um mánaðamótin, a.m.k. í smátíma og kannski lengur.

Nema rúv ráði mig sem málfarsráðunaut. Þá náttúrulega fer ég ekki rassgat. Ég lít samt ekki á það sem stóran óvissuþátt, örugglega búið að ráða í þá stöðu löngu áður en hún var auglýst. Nú og ef ég fæ ekki vinnu úti þá bara kem ég heim og gerist hreppsómagi. Verð þá allavega búin að ná mér af brunasárunum sem ég fékk eftir hamborgarahreyfinguna.

Ég er með fallegan garðbekk til sölu fyrir lítið og eins öll veggtjöldin úr búðinni. Þau eru úr rauðu velúr og ég á líka töluvert af grænu velúri. Langar einhvern í hreindýrahorn? Ég á eftir slatta af díóðukertum, 10-15 könnur, eitt spábollasett og 3 stokka af tarotspilum sem ég læt á kostnaðarverði ef einhver vill. Að öðrum kosti vita vinir og vandamenn hér með hvað þeir fá í jólagjöf.

Hef aukinheldur til leigu herbergi í Hlíðunum. Ekki stórt en eldavélin er himnesk.

Eitt til viðbótar er á hreinu. Ef ég undirrita ráðningarsamning úti (ég reikna með að fara í fokkans launavinnu til bráðabirgða) þá verður það með þeim fyrirvara að ég fái frí til að koma heim og bögga Mark Flanagan og aðra útsendara Alþjóðaóþokkasjóðsins næst þegar þeir koma.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Út vil ek

  1. —————————————–

    Thetta verdur timamotadagur i sogu Danmerkur, eda ertu ekki ad koma hingad annars ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 19.03.2009 | 11:39:18

    —————————————–

    Þú geymir einhverja bolla (könnur) fyrir mig, er það ekki? Hvernig er spábollasett? Mér finnst það hljóma skemmtilega, kennir það manni að lesa úr bollum?

    Posted by: Kristín | 19.03.2009 | 12:30:05

    —————————————–

    Jújú Kristín mín, ég er búin að setja dót í kassa fyrir þig og nokkrar aðrar vinkonur.

    Spábollasettinu fylgir kennslubók. Viltu að ég geymi það handa þér líka?

Lokað er á athugasemdir.