Nornabúðin lokar

Nornabúðin lokar formlega um næstu mánaðamót. Fram að því er það sem eftir er af lagernum til sölu á kostnaðarverði og húsgögn, skreytingar, leirtau, veggtjöld og annað smálegt á því verði sem hver og einn getur greitt.

Ef einhver vill ráða mig sem málfarsráðunaut, sagnaþul eða hafa mig á launum við að gera það sem mér bara sýnist hverju sinni, er viðkomandi beðinn að hafa samband. Einnig ef einhver reyklaus einhleypingur sem hyggst slíta stjórnmálasambandi við Ísland, er á förum til Stavanger og vantar leigufélaga.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Nornabúðin lokar

  1. ———————————–

    Allt kemur til greina. Hvað með Spán ?

    Posted by: PMG | 4.03.2009 | 15:45:29

    ———————————–

    Hva.. ætlar umhverfisverndarsinninn ad fara ad hafa það gott í háborg olíugróðans hér í noregi 🙂

    Posted by: anton | 4.03.2009 | 15:53:40

    ———————————–

    Mikið finnst mér sárt að heyra þetta, en vonandi rætist úr öllu saman um síðir.

    Posted by: lindablinda | 4.03.2009 | 16:23:34

    ———————————–

    Anton. Umhverfissinninn sér að það eru mörg verðug verkefni fyrir aðgerðasinna í Stavangri. Já og umhverfisanarkistar hafa það gott hvar sem er.

    Linda. Það er ekki sorglegt þótt verslun loki og það er ekki sorglegt þótt manneskja sem hefur yndi af því að takast á við ný verkefni og nýjar aðstæður flytji úr landi. Það er aftur á móti sorglegt að Íslendingar skuli vera tilbúnir til að selja sjálfstæði sitt.

    Posted by: Eva | 4.03.2009 | 17:53:24

    ———————————–

    Og þú bjánakeppur með ip töluna 80.160.75.130, venjulega tek ég því sem hverju öðru flugnasuði ef fávitar finna hjá sér hvöt til að tjá sig á mínum netsíðum, en það er ekki í lagi að undirrita einhvern bjánaskap í nafni móður minnar.

    Posted by: Eva | 4.03.2009 | 17:59:39

    ———————————–

    Ég hélt að allt myndi lagast þegar skipt yrði um stjórn og Davíð hyrfi á braut….?

    Posted by: Gunnar | 4.03.2009 | 19:15:46

    ———————————–

    Af hverju hélstu það Gunnar? Hefurðu ekkert fylgst með umræðunni? Ekkert heyrt af kröfum fólks um stjórnkerfisbreytingar og upprætingu spillingar og valdasöfnunar?

    Posted by: Eva | 4.03.2009 | 22:03:28

    ———————————–

    Þú ert í hópi þeirra fyrstu sem fara.Greinilega dugleg en raunsæ.Því miður er engin framtíð hér nema fyrir fáa.
    Óska þér góðs gengis en því
    miður er íslendingum ekki viðbjargandi en þú gerðir þitt og stóðst þína plikt.Það
    er ekki hægt að bjarga fólki
    sem vill ekki hjálp.
    kv.

    Posted by: Einar Guðjónsson | 4.03.2009 | 22:08:30

    ———————————–

    Nei, það er líklegast rétt hjá þér, hitt er miklu sorglegra, mér fannst bara búðin þín frábær. Ég er líka á leið úr landi um leið og ég finn leið til að losan undan skulda og eignahöftum, mér sýnist á öllu að hér sé engin framtíð

    Posted by: lindablinda | 5.03.2009 | 9:05:02

    ———————————–

    Thad er svo sannarlega sjonarsviptir af Nornabudinni, svo yndislegt ad skoda dotid thar.
    Eg er a undan ther en eg flutti til Danmerkur og thu er velkomin ad fa rad um vinnu og adstaedur her i Køben. Bara ekki fara leigja a Norrebrø:)

    Posted by: Gudjon Vidar | 5.03.2009 | 10:51:12

    ———————————–

    ? Nørrebro er yndisleg.

    Posted by: Boggi Thor | 13.03.2009 | 7:24:05

    ———————————–

    Tjásur af moggabloggi

    Er eitthvað eftir af flugkústum hjá þér á útsöluni?

    Offari, 4.3.2009 kl. 16:05

    ———————————–

    Ég er ekki með hefðbundna útsölu það er bara ef einhver vill kaupa upp lagerinn sem ég sel hann á kostnaðarverði.

    Kústarnir eru búnir.

    Eva Hauksdóttir, 4.3.2009 kl. 17:45

    ———————————–

    Ég er nú loksins að hugsa um að standa undir nafni og flýja land, er með atvinnutilboð í Bergen og einnig er verið að reyna að  plata mig til Tromso. Er eitthvað spennandi að sækja í Stavanger?

    FLÓTTAMAÐURINN, 4.3.2009 kl. 17:58

    ———————————–

    Það er allvega feykinóg af verkefnum fyrir umhverfisaktivista. Þetta er olíuborg með mööörgum ógeðsfyrtækjum.

    Eva Hauksdóttir, 4.3.2009 kl. 18:21

    ———————————–

    Gætirðu ekki tekið Steingrím og Kollu með þér ?

    Steingrímur gæti drepið heilu olíuborpallana úr leiðindum og Kolla … ja hún gæti amk mótmælt.

    LM, 4.3.2009 kl. 23:20

    ———————————–

    Æi, þín verður sárt saknað. Þarftu að loka vegna kreppunnar?

    Arinbjörn Kúld, 4.3.2009 kl. 23:53

    ———————————–

    Hvað sem þú gerir! Ekki setja mig í álög og gangi þér vel í sem þú tekur þér fyrir hendur.

    Brynjar Jóhannsson, 5.3.2009 kl. 00:01

    ———————————–

    Ég ÞARF ekki að loka vegna kreppunnar, ég ÁKVAÐ það.

    Ég hef misst góð verkefni vegna mikils samdráttar hjá fyrirtækjum sem ég var í viðskiptum við og eins og staðan er í dag er ekki rekstargrundvöllur fyrir þessari búð. Ef ég breyti engu fer ég á hausinn og ég séekki ástæðu til að bíða eftir því.

    Ég gæti sjálfsagt fundið leið til að halda áfram. Ég gæti flutt búðina á söluvænlegri stað, komið mér í almennilegt samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki, opnað netbúð o.s.frv. Ég hef talað um þetta allt saman lengi og ef ég væri brennandi af áhuga og til í áhættu þá myndi ég auðvitað gera það. En þegar ég skoða bæði horfurnar og það sem heillar mig sjálfa (sem er annarsvegar það að skrifa og hinsvegar að fást við eitthvað nýtt) þá finnst mér bara betri kostur að loka.

    Eva Hauksdóttir, 5.3.2009 kl. 07:56

    ———————————–

    Okei Eva, skil þig. Fylgdu hjartanu. 

    Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 01:43

    ———————————–

    Það er mikill skaði að missa úr landi kröftugt fólk með sannfæringu sem þorir að segja hug sinn. Þetta er fólkið sem getur vakið aðra af þyrnirósarsvefninum. Ef þið farið mörg þá tekur Sjálfstæðisflokkurinn aftur við völdum og hnýtir betur böndin sem binda þessa voluðu þjóð í ánauð skulda um langa framtíð.

    Það sem þarf að gera hér er að virkja fólk til samræðna, grasrótarstarfs, kenna fólki aktivisma, leyfa fólki að vera með. Gera unga fólkinu kleift að þroskast í samvinnu við upplýsta einstaklinga sem vilja spillinguna burt.

    Margrét Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 12:01

    ———————————–

    Sjálfstæðisflokkurinn tekur aftur við völdum hvort sem margir eða fáir fara úr landi. Vinstri sinnað, velmeinandi fólk sem heldur að lausnin sé sú að sem flestir fari í framboð mun sjá til þess.

    Eva Hauksdóttir, 6.3.2009 kl. 15:24

    ———————————–

    Nornin hefur rétt fyrir sér það ætla of margir að notfæra sér ástandið og fyrir vikið hjálpar það XD hvað varðar %.  Það þarf samt ekki að hafa áhyggjur af því að XD taki við kyndlinum það verða 4-5 flokkabrot sem mynda meirihluta.

    Sjálfstæðisflokkurinn stendur síðan á hliðarlínunni og horfir á þá murka pólitískt líf hvert úr öðru.

    Eva það væri mikill sjónarsviptir ef þú flytir úr landi, svei mér þá þá held ég að sé bara farinn að sakna þín strax……

    Góðar stundir

    Ragnar Borgþórs, 8.3.2009 kl. 21:54

     

Lokað er á athugasemdir.