Mission accomplished

Kastljósið fjallar um AGS í kvöld.

Ég var búin að segja að ég gæti ekki tekið mér frí fyrr en almenningur væri búinn að fá almennilegar upplýsingar.
Þeir ætla að tala við mann sem er vel inni í málunum í kvöld og svo fremi sem það klikkar ekki, þá er ég frá og með 10 mínútum eftir að Kastljósi lýkur í kvöld, komin í pásu frá pólitík allavega fram að hádegi á fimmtudag.

Hver sem heyrir mig nefna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Borgarahreyfinguna fram að því, er beðinn um að troða upp í mig óhreinni borðtusku.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Mission accomplished

  1. —————————–

    ég mæli með pásu fram yfir helgi 😉

    Posted by: Erna | 2.03.2009 | 17:32:27

    —————————–

    Dropinn holar…
    Gott hjá þér!

    Posted by: HT | 2.03.2009 | 18:04:12

    —————————–

    Njóttu pásunnar!

    Posted by: Kristín | 2.03.2009 | 19:12:53

    —————————–

    Auðunn Kristbjörnsson for Prime Minister 🙂

    Posted by: Ingólfur | 2.03.2009 | 22:50:02

    —————————–

    Pásu! Ef einhver er búinn að vinna fyrir pásu þá ert það þú. Njóttu hennar í botn!

    Posted by: hildigunnur | 2.03.2009 | 22:54:59

Lokað er á athugasemdir.