Rassgat

Hvusslags eiginlega veðurfar er þetta? Ég varð eins og hundur af sundi dreginn eftir að ganga frá Vesturgötunni og upp að Kristskirkju. Sat hríðskjálfandi undir teppi í matarboðinu og jakkinn minn var enn rennandi blautur þegar ég fór heim. Í gær sat ég hríðskjálfandi í rennblautum fötum í Háskólabíó. Það var samt ljómandi gott veður þegar við lögðum af stað þangað.

Hvað voru þessir víkingabjánar að hugsa þegar þeir ákváðu að setjast að á þessu stormskeri? Og hvaða meinloka er eiginlega í mér að vilja endilega búa hér? Þetta er síðasti veturinn sem ég verð hérna. Ok ég hef svosem sagt það á hverju einasta ári síðan ég var 16 ára en yfirleitt ekki fyrr en í janúar samt.

Ég var eiginlega búin að hugsa mér að fá mér vespu en ég er að hugsa um að kaupa frekar góða regnkápu. Ég færi hvort sem er ekki lengra en 3 kílómetra á vespu í þessu hryðjuverkaloftslagi.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Rassgat

  1. ———————————–

    Það gæti farið svo mín kæra, að við yrðum þvinguð til annarra og “betri” landa. Þetta yrði síðasti veturinn okkar hér. Það er styttra í það en margur heldur.

    Posted by: G | 5.11.2008 | 1:27:03

    ———————————–

    ertu búin að losa þig við bílin?
    ef svo er.. þá fáðu þér rafmagnsbíl og færð ókeypis rafmagn í bílskýlinu hinum megin við götuna. græðir á því og goggar í mammon í leiðinni
    eða
    búðu þér til rafmagnsbíl eða láttu einhvern gera hann fyrir þig. (selur hann svo með hagnaði og goggar þannig enn fastar í mammon)
    eða fáðu þér tvö rafmagns hjól og byggðu grind utan um það sem skjól
    eða góðan olíu galla frá 66%N og góða línu skauta.(tengir þig þannig við jafnvægi hugans því þar eru þrír)

    þú getur einfaldað þetta og hringt í fjölþjónustuna ehf. og látið aka þér ef það er ekki pantað.

    Posted by: Garðar (verndari) þór (er ekki guð en er tengdur yfirvitund) bragason ljóða og laga |5.11.2008 | 3:42:23

    ———————————–

    Fáðu þér regnhlíf, helst einhverja stormheldna golfregnhlíf úr koltrefjum.

    Posted by: Elías | 5.11.2008 | 9:45:40

    ———————————–

    Regnkápan mín frá 66N er frábær. Síð, góð hetta, falleg í sniðinu og létt að bera þegar rigningin hættir. Fok, fokking dýr (keypti því miður fyrir gengishrunið) en ég hef aldrei séð eftir peningnum.

    Posted by: Kristín | 5.11.2008 | 11:45:46

Lokað er á athugasemdir.