Engin pólitík hér framvegis

Ég hef megna andúð á því fyrirkomulagi að almenningur geti, án nokkurrar ritstýringar beintengt hvaða þvælu sem vera skal við einn stærsta fréttamiðil landsins.

Dæmi eru um að moggabloggarar hafi haldið fram allskonar vitleysu og sett fram ósmekklegar athugasemdir, m.a. í tengslum við slys og aðra hörmulega atburði. Það er auðvitað ekkert hægt að koma í veg fyrir það en mér finnst fyrir neðan allar hellur að fólk sem les fréttir á netmiðli eigi í raun ekki möguleika á því að komast hjá því að rekast á slíkt.

Af þessum sökum hef ég ekki bloggað á mbl.is þótt það sé eflaust betri leið til að ná eyrum fólks en persónuleg vefbók en nú er svo komið að geðheilsu minnar vegna verð ég að gera eitthvað til að aðskilja einkalíf mitt og hamslausa reiði mína gagnvart útlendingastofnun, Birni B, G8, Landsvirkjun… Er því búin að taka þá tvískinnungslegu afstöðu að nota helvítis moggbloggið fyrir hluti sem snúa ekki að mér persónulega.

Áhugasamir tengi hér.

Best er að deila með því að afrita slóðina