Allt fullkomið

Walter og Tristan bónuðu bílinn minn. Walter sá um að pússa rúðurnar og Tristan gekk á eftir honum og athugaði hvort kæmu nokkuð fingraför á rúðurnar eftir þrifin.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Allt fullkomið

  1. ——————————————–

    Gaddemit Eva! Þetta eru alvöru karlmenn!!!

    Posted by: anna | 27.12.2007 | 22:56:17

    —   —   —

    Já þeir eru flottir feðgarnir.
    Við pabbi þinn sendum ykkur góðar kveðjur vestur yfir Hellisheiðina.

    Posted by: Ragna | 27.12.2007 | 23:50:04

    —   —   —

    Svo ég haldi áfram að monta mig: Hann er sko líka búinn að bæta á vatnskassann, rúðuvökvann og olíuna og þrífa rafgeyminn.

    Posted by: Eva | 27.12.2007 | 23:52:39

    —   —   —

    Jæja. Ég sé að undirrituð, nornin og baunin eiga nákvæmlega eins farartæki. Ekki eins á litinn samt. Eigum við að láta þá hittast? Þeir gætu orðið vinir.

    Posted by: Miss G | 28.12.2007 | 1:05:51

    —   —   —

    Ætli þeir geti æxlast?

    Posted by: Eva | 28.12.2007 | 10:28:17

    —   —   —

    bítið í sápu stelpur! þeir eru allt of skyldir.

    Posted by: baun | 28.12.2007 | 11:51:10

    —   —   —

    Spurning að leggja þeim hlið við hlið og gá hvað gerist.
    PS. Og til lukku með þennan prýðismann!

    Posted by: Miss G | 28.12.2007 | 20:26:54

    —   —   —

    Svona á þetta að vera! Það besta er að maður venst því aldrei alveg að makinn sé tillitssamur og góður við mann. Ég tek því aldrei sem sjálfsögðum hlut og fæ alltaf fiðring þó tæp 6 ár séu liðin 🙂

    Posted by: Sigga | 31.12.2007 | 13:03:31

Lokað er á athugasemdir.