Kapteinn Pysja

Yfirleitt fer lítið fyrir syni mínum Pysjunni á sápunni enda telur hann sitt dularfulla einkalíf ekki eiga erindi við blogglesandi netplebba sem aldrei hafa dregið lamb úr rollu eða arkað á gönguskíðum yfir Fimmvörðuháls.

En nauðsyn brýtur lög, ég bara verð að monta mig. Pilturinn fékk sumsé 10 í öllum þáttum pungaprófsins. Tilkynnti mér þegar hann kom heim að héðan í frá gerði hann kröfu um að vera ávarpaður kapteinn Darri, „með virðingu“.

Því næst tók kapteinninn kaskeiti sitt, föðurland og gítar og hélt norður í land til að taka á móti síðustu lömbum vorsins.

Eins og sjá má á afköstum síðustu daga tekur Mammon minn töluverðan tíma frá blogginu þessa dagana. Hann er eiginlega fluttur inn, sem merkir auðvitað að ég hef varla tíma til að anda og er það vel. Smá skýrsla til uppfyllingar:
-Byltingin hringdi í dag og allt í fína þar á bæ. Ennþá allavega.
-Flutningar fram undan. Mun flytja í miðri viku og veit ekki alveg hvernig ég kemst yfir það með öllu öðru en tímamögnunargaldurinn hefur alltaf gagnast vel svo næsta vika verður eflaust mjög afslöppuð og gefandi.
-Prentarinn í þann veginn að gefast upp eftir gengdarlausa misnotkun og svo nú verður Mammon að senda mér almennilegar græjur.
-Hef enn ekki fundið endorfínkikkið og er helst á því að það haldi sig í námunda við Jesús. Ég hef aldrei fundið hann heldur.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Kapteinn Pysja

  1. ——————————

    Til lukku með Kaptein Darra.
    Hann er duglegur strákurinn :o)
    Gangi þér vel í fluttningunum og mig hlakkar til að sjá nýja slottið þitt.
    Bestu kveðjur héðan, Hulla

    Posted by: Hulla | 24.05.2007 | 7:04:31

    ——————————

    til hamingju með strákinn.

    gangi þér vel:)

    Posted by: baun | 24.05.2007 | 9:19:11

    ——————————

    Mömmumont er besta montið. Til hamingju 😀

    Posted by: Harpa | 24.05.2007 | 11:03:09

    ——————————

    Til hamingju með strákinn og gangi þér vel með flutningana 🙂

    Posted by: Siggadís | 24.05.2007 | 13:55:03

    ——————————

    Ég óska Darra til hamingju með áfangann. Þú kemur kveðju minni vonandi á framfæri. Ætlar hann annars að stunda eitthvað sjóinn? Hvað er bóndi að vilja á haf út?

    Posted by: Þorkell | 24.05.2007 | 21:58:40

    ——————————

    Hann hefur verið heilmikið í sportsiglingum með afa sínum og ömmu. Fiskveiðar heilla hann ekkert sérstaklega.

    Posted by: Eva | 25.05.2007 | 14:26:50

Lokað er á athugasemdir.