Geðslega byrjar það

Ég hafði hugsað mér að hefja nýtt ár á miklu ofvirknikasti enda búina að hvíla mig meira en nóg. Ætaði að smíða 40 vansnema, lakka búðargólfið, búa til nýjan lager (allt mitt handverk seldist upp fyrir jól) breyta 2 kg af skvapi í vöðva og koma íbúðinni á sölu.

Ekkert hefur orðið af þessum áformum þar sem öll vikan fór í veikndi. Ég fór að vísu á tónleikana á fimmtudagskvöldið en var svo hundveik á föstudag að ég lét Lærlinginn um búðina og fór varla fram úr rúmi. Ég verð ekki oft svo veik að ég tolli í bælinu sem betur fer. Druslaðist í vinnuna í gær en varð lítið úr verki og svaf til kl 9 í morgun. Er mun skárri en þarf ennþá verkjalyf til að komast yfir að gera eitthvað af viti.

Ég er semsé viku á eftir áætlun með ALLT og árið rétt að byrja. Hópur annað kvöld og salurinn eins og ég hafi verið að vinna þar, semsagt í rúst. Held að ég láti þessu fullorðna fólki sem býr allt í einu heima hjá um að koma jólunum niður í geymslu. Ég er komin með nett ógeð á skrautinu og held að sé góð ástæða fyrir því að láta jól standa í 13 daga en ekki 8 vikur.

Best er að deila með því að afrita slóðina