Þytur

Jarðfræðingurinn kemur í dag og verður hjá okkur yfir áramótin. Byltingin fer svo með henni út til Bretlands eftir áramótin til að sjá ættarsetrið og fjölskylduna áður en hann fer út í heim að leita sér frægðar og frama. Mér finnst hálfótrúlegt að sonur minn Byltingin skuli vera í tygjum við breska aðalskonu en Jarðfræðingurinn ólst upp (og býr enn) á herragarðinum sem er fyrirmyndin að Fúsastöðum í „Wind in the Willows“ og langafi hennar var kveikjan að Fúsa.

Ég er búin að tilkynna Hauki að ég óski eindregið eftir því að fá barnabörn á meðan ég er ennþá í ástandi til að vera skemmtileg amma og þrátt fyrir stutt kynni við Jarðfræðinginn, hefur hann ekki aftekið það með öllu. Nú þarf ég bara að sannfæra Jarðfræðinginn um að hún vilji hvergi búa nema á Íslandi og helst í næsta húsi við mig.

Best er að deila með því að afrita slóðina