Siðfræði dagsins

-HANN er þó allavega sjarmerandi.
-Já. Ég get ekki neitað því.
-Heldurðu að þú eigir einhverntíma eftir að sofa hjá honum?
Ég setti í freðýsugírinn.

-Í fyrsta lagi; hver segir að ég sé ekki búin að því?
-Nejji. Ég sæi það kannski ekki á þér en ég sæi það á honum.
-Í öðru lagi, hver segir að hann hafi áhuga?
-Auðvitað hefur hann áhuga. Þú ert drop-ded sexý.
-Takk elskan, þér tókst næstum að bræða mig núna en ekki alveg samt. Í þriðja lagi, hvað fær þig til að álykta að ég sofi hjá öllum sem mér þykja sjarmerandi?
-Kommon Eva. Hann er drop-ded, eh — þín týpa.
-Já og þig langar í jarðgangnaborvél.
-Já en konan mín myndi ekki leyfa það. Þú átt enga konu.
-Það vill svo til að konan þín hefur fullkomlega rétt fyrir sér með að leyfa þér ekki að fá jarðgangnaborvél. Þú hefur nefnilega ekkert með jarðgangnaborvél að gera. Maður þarf nefnilega ekki að eiga allt sem manni finnst heillandi. Maður þarf ekki einu sinni að prófa allt sem manni finnst heillandi.
-Rétt, en mig LANGAR samt í jarðgangnaborvél.
-Ég skal kenna þér trix elskan. Hættu bara að hugsa um það. Þegar mig langar í eitthvað sem ég hef ekkert með að gera, þá bara hætti ég að hugsa um það. Það virkar.
-Maðurinn er það sem hann hugsar.
-Hvaða Lúter er eiginlega hlaupinn í þig? Nei yndið mitt, maðurinn er það sem hann gerir.
-Hfnuhh, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.
-Já. Í þetta sinn hef ég rétt fyrir mér.
-Viltu vita hvað ég er að hugsa núna?
-Nei.
Hann sagði ekki neitt en brosti eins og sá sem veit betur, þrátt fyrir allt.

Best er að deila með því að afrita slóðina