Skáldsagan sem ég ætla að skrifa

Þegar ég skrifa skáldsögu verður einn kaflinn á þessa leið.

-Hurru, Valgerður, það var að koma bréf. Hann Grímur Björns er með eitthvað vesen.
-Jæja. Og hvað er það nú?
-Æi, bara þetta sama. Stíflan getur lekið og allt voða hættulegt og við græðum ekkert á þessu og jaríjarí.
-Ekkert nýtt sumsé?
-Nei ekki þannig en Grímur er nottla enginn lopapeysuhippi, þannig að við verðum líklega að láta liðið halda að við tökum mark á honum.
-Skrambans. Þurfum við þá að funda um þetta eða eitthvað?
-Tja, ætli við verðum ekki að koma aðeins inn á þetta, svona formsins vegna.
-Gess só.
-Viltu kíkja eitthvað á þetta?
-Guð minn góður nei, ekki ef ég kemst hjá því. Er annars nokkur ástæða til þess?
-Nei, ekki nema þér leiðist.
-Ókei. Reynum að afgreiða þetta bæði snyrtilega og snarlega.

Best er að deila með því að afrita slóðina