Fólk er fífl

Í gær fór ég til Tanngarðs. Þurfti að bíða og fletti kjeeellingablaði á meðan. Rakst á grein þar sem því er haldið fram að ekkert sé athugavert við það þótt fólk gefi sig á vald kynferðislegum fantasíum um aðra en maka sína. Þetta sé „saklaust“, jafnvel hollt fyrir sambandið, enda standi ekki til að láta draumana rætast.

Mikið leiðist mér svona hræsni og sjálfsblekking. Ætli greinarhöfundur myndi ráðleggja barnaperrum að „leyfa sér að dreyma“ af því að það sé allt annað en að framkvæma? Nei ætli það. Hugsun er auðvitað ekki það sama og gjörð en hugsun er til alls fyrst.

Þetta er ósköp einfalt. Þegar maður veltir sér upp úr tilteknum hugsunum aukast líkurnar á því að maður taki næsta skref. Það skiptir engu hvort það er draumur um að fara í sumarfrí, gerast verðbréfasali eða stunda kynlíf, endurtekin hugsun breytir viðhorfum manns. Annað hvort álítur maður framhjáhald ásættanlegt eða þá að maður forðast bæði aðstæður og hugrenningar sem hvetja til þess. Þ.e.a.s. ef maður hefur döngun í sér til að horfast í augu við veruleikann.

Best er að deila með því að afrita slóðina