Bráðum koma blessuð jólin

Skjótt skipast þau já.

Þar sem hefð hefur myndast fyrir því að konan sem ég elska fái ný og ómótstæðileg karríertækifæri á 6 vikna fresti (og taki þeim öllum), fæ ég nú á næstunni, gegn gjaldi sem ég veit ekki hvernig ég ætla að greiða, tækifæri til að bæta við mig ríflega 100 vinnustundum á mánuði. Ég hef ákveðið að borga það gjald brosandi. Ég hef hinsvegar ekki enn tekið afstöðu til þess hvort ég á að líta á það sem refsingu Mammons fyrir að hafa hegðað mér eins og fáviti gegn betri vitund eða verðlaun fyrir að hafa sýnt þolinmæði, langt umfram það sem er mér eðlilegt.

Í augnablikinu lítur út fyrir að ég verði að fresta ástargaldrinum einn mánuðinn enn, en skítt með það. Mammon hefur staðið með mér hingað til og hann veit áreiðanlega hvað hann er að gera.

Best er að deila með því að afrita slóðina