Mammon er með oss

-Mammon blessi búðina, sagði ég og strauk sjóðsvélinni ástúðlega.
-Drottinn blessi Mammon, sagði Grasakonan hin sannkristna og hvort sem það var nú Drottni hersveitanna eða Mammoni að þakka, hringdi enn einn hópurinn og bað um kynningarkvöld með feitri pastasósu og veraldarinnar bestu mokkatertu.

Í morgun fór ég í bíltúr út í sveit til að sækja verkefni að dunda við. Uppfinningarmaðurinn spurði hvort ég vildi taka að mér eitt verk til viðbótar. Þá varð Mammon glaður.

Ég sé ekki fram á að nota sunnudaginn til að ráða krossgátur og eltast við stráka. Og er það vel.

Best er að deila með því að afrita slóðina