Gengisfall

Einu sinni var ég afskaplega hrifin af gáfuðu fólki.

Síðan hef ég smátt og smátt áttað mig á því að sumir þeirra sem sprengja skalann á greindarprófum, eru nánast þroskaheftir á tilfinningasviðinu. Margir auk þess svo útblásnir af innistæðulausri sjálfsánægju að þeim hættir til að vanmeta þá sem þeir skeina sig á.

Það er hættulegt að vanmeta andstæðing sinn en jafnvel ennþá hættulegra að vanmeta þá sem maður þarfnast. Hæfileikar fólks, greindarfar þess og vinnuframlag er ekki alltaf í réttu hlutfalli við gaspurgirni þess. Og músin sem læðist er ekki endilega huglaus eða heimsk.

Eða kannski er það ekki þrautseigja, heldur þörf hins vanmáttuga fyrir að vita sig loksins hinumegin við borðið.

Allt sem þú vilt geturðu fengið en stundum ekki fyrr en fyrr en þú kærir þig ekki um það lengur. Það er ljótur leikur að viðhalda væntingum sálar um eitthvað sem er ekki í boði og verður ekki í boði. Það hef ég aldrei gert og veit að þú myndir ekki gera það heldur. Þessvegna gæti ég treyst þér fyrir sjálfri mér.

Sálufélag er eins og öll önnur félög, eitthvað sem manneskjur búa til.

Best er að deila með því að afrita slóðina