If you can’t beat them, join them

Byltingin vakti mig í nótt, miður sín yfir innvígslu sinni í kapítalískt samsæri gegn móður náttúru og mannlegri reisn. Í þetta sinn sagði ég honum sannleikann.

-Hagkerfið er líkami illvirkja og þú ert fruma í þessum líkama. Þú verður annaðhvort að lifa með honum eða reyna að drepa hann og þá drepur þú um leið sjálfan þig og grilljón aðrar heilbrigðar frumur.

Það er ljótt og rangt að drepa hugsjónir þeirra fáu sem hafa þær en hvað á maður að gera? Ég sé ekki tilgang í því að strákarnir festist í sömu hugsanavillu og ég sjálf, að halda að verðmæti séu skömmtuð og að því meira sem maður vinnur, því meira beri maður úr býtum. Þegar allt kemur til alls er eina leiðin til að komast hjá því að vinna, annað hvort fyrir einhvern kapítalista eða fyrir ríkisbákn sem stjórnast af meingallaðri útgáfu af lýðræði, sú að búa til peninga. Og það getur maður ekki nema með því að beygja sig undir lögmál kapítalísks hagkerfis.

Feit dilemma. Ég skammast mín fyrir að vera manneskja.

Best er að deila með því að afrita slóðina