Niðurstaðan varð magadans

Urr.
Ég var að reyna að skrá mig á námskeið hjá Kramhúsinu en tekst ekki að senda skráninguna og enginn svarar síma.

Afródansar eru kenndir á laugardögum sem hentar mér enganveginn, svo ég skráði mig í magadans. Held reyndar að það sé ekki fljótleg leið til að auka úthald en öll hreyfing er betri en engin og þetta hlýtur þó að vera aðeins erfiðara en jóga. Auk þess er minni hætta á að mér finnist magadans leiðinlegur og markmið númer eitt er nú einmitt að leiðrétta þá skoðun að ég sé bara ekki þessi týpa sem hoppar. Kannski árangursríkara að velja eitthvað sem samræmist því þótt það skili ekki tígrisdýrslungum fyrir páska.

Reyndar kostar þetta aðeins meira en ég hafði hugsað mér að setja í viðhorfssnúninginn en ég hef náttúrulega allra síst efni á því að eyðileggja dæluna með notkunarleysi.

Best er að deila með því að afrita slóðina