Einkamál annað spjall

Karl á fimmtugsaldri: Hvað er verið að gera?
Eva: Ég er að drepa tímann með því að hanga á netinu í augnablikinu.
KK: Ertu í vinnunni?
Eva: Nei, þá hefði ég líklega eitthvað annað að gera. Ég ligg heima í einhverri ógeðspest.
KK: Æ elsku kerlingin. Á ég að koma og hjúkra þér?
Eva: Þú veist ekki hvað þú ert bjóða.
KK: Nú, er ekki sjálfsagt að maður með minn riddaraskap hjúkri fagurri konu í veikindum hennar?
Eva: Ef það samræmist þínu fegurðarskyni að kona hafi bólgin augu, nefrennsli og hrygli í henni eins og berklasjúklingi, þá ættir þú að leita til sálfræðings hið snarasta.
KK: Ég kann nú áreiðanlega ráð til að láta þér líða betur?
Eva: Nú, ertu töfralæknir?
KK: Ég er rammgöldróttur.
Eva: Minn læknir gaf mér bara sýklalyf og lofaði því að þau verkuðu betur en grænt te.
KK: Ég var nú ekki að hugsa um te.
Eva: Nú hvað þá?
KK: Ég hef góðar hendur sem geta læknað ýmsa kvilla.
Eva: Þú ert semsé lækningamiðill?
KK: Hehe, það má kannski orða það þannig.
Eva: Við eigum greinilega margt sameiginlegt.
KK: Nú, hvernig þá?
Eva: Þú hefur góðar hendur sem hafa lækningamátt. Ég hef hinsvegar þetta gríðarstóra nef sem hefur ógurlegan sýkingarmátt.
KK: Hehe, þú ert aldeilis góð.
Eva: Svei mér þá. Það er ekki bara fegurðarskin þitt sem er í ólagi. Þú hefur greinilega mjög undarlegar hugmyndir um manngæsku líka.

Best er að deila með því að afrita slóðina