Þvaglegg sýslumann vantar tölvuleik

Embættisafglöp Þvagleggs sýslumanns eru efni í heila sjónvarpsþáttaröð. Samt virðist vera útilokað að koma manninum frá völdum. Þetta er einn af mörgum ókostum þess að búa við yfirvald. Þeir sem misnota vald sitt sitja bara sem fastast, árum saman. Þeir stjórna ekki bara ákveðnum verkefnum, þeir hafa eins og nafnið gefur til kynna, vald yfir okkur hinum.

Þegar maður talar um yfirvaldslaust samfélag hristir hinn almenni smáborgari höfuðið. Hann sér fyrir sér eitt allsherjar kaos. Stjórnleysi.

En anarkí merkir ekki stjórnleysi. Það merkir samfélag án yfirvalds. Það merkir ekki að við leggjum niður umferðarreglur og að Európrís raði morfíni og kjötfarsi í hillurnar, sitt hvoru megin við skíðaskóna. Það merkir hinsvegar að ríkið í þeirri mynd sem við þekkjum það (pýramídakerfi þar sem nokkrir auðmenn stjórna Alþingi, fjölmiðlum, embættiismönnum og bönkunum) verður lagt niður og þátttökulýðræði tekið upp. Það merkir að þeir sem eru ráðnir til að stjórna, hafa ekki endalaust vald. Það merkir að auðvelt verður að losa fólk eins og Þvaglegg sýslumann frá störfum og finna honum verkefni sem hann ræður við.

Sjálfsagt geta flestir séð fyrir sér samfélag sem myndi þrífast prýðilega án Þvagleggs sýslumanns og hans líka en hvað með vesalings valdníðinginn? Mynd slíkt samfélag gera menn sem vilja bara vera á páerflippi allan daginn að úrkasti? Ef svo er þá værum við kannski ekkert betur sett.

Það þyrfti ekki að fara þannig, alls ekki. Mannskepnan býr yfir valdafíkn, sumir í meira mæli en aðrir en það er einmitt þessvegna sem við höfum leiki og íþróttir. Í yfirvaldslausu samfelagi myndi Þvagleggur sýslumaður dunda sér við einhver göfug verkefni, svo sem eins og skógrækt eða brauðgerð til að hafa ofan í sig en svo fengi hann útrás fyrir þvaglegginn í sér með því að spila tölvuleiki.

Það myndi ekki leysa vandamál fáræðissamfélagsins, að losna við Þvaglegg sýslumann úr embætti. Það yrði eingöngu neyðarúrræði og stundum þarf að grípa til þeirra. En eitt af vandamálunum sem fylgir yfirvaldi er að það getur tekið langan tíma að losna við vanhæft fólk eftir formlegum leiðum og þess getur enn orðið langt að bíða að Þvagleggur verði settur af. Þessvegna biðla ég nú til vina og ættingja Þvagleggs sýslumanns, í guðsbænum takið fram fyrir hendurnar á vesalings manninum. Komið honum í einhverja vinnu sem hann ræður við. Og kaupið svo handa honum tölvuleik til að róa hann.

Share to Facebook