Þingmenn eru líka fólk

Í Kastljóssþætti gærdagsins tók Jónína Bjartmartz Helga Seljan í nefið fyri óvandaðan fréttaflutning sem virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Helgi reyndi að klóra í bakkann með því að fá hana til að „viðurkenna“ að hún hefði leiðbeint tengdadóttur sinni. Óttalega var það nú vesæl nauðvörn.

Hvað með það þótt Jónína hafi gefið góð ráð? Er það bannað? Er það ósiðlegt? Mér þætti það hverri tengdamóður til vansa að neita að leiðbeina flóttamanni um refilstigu kerfisins og reyndar tel ég það siðferðilega skyldu hvers mannréttindasinna sem hefur til þess tök og þekkingu.

Ég trúi því ekki að nokkur góðgjörn manneskja leggi það að jöfnu við siðspillingu að sýna venslafólki samstöðu. Alþingismenn eiga alveg sama rétt á því og annað fólk að styðja sína nánustu svo framarlega sem þeir misnota ekki aðstöðu sína. Það væri að tala um þetta sem spillingarmál ef Jónína sæti ennþá í allsherjarnefnd en svo er ekki. Það væri líka hægt að flokka þetta sem spillingu ef nefndin hefði veitt stúlkunni ríkisborgararétt af einskærri greiðasemi við Jónínu og þá væru það meðlimir nefndarinnar sem væru sekir um spillingu.

Helgi Seljan kom illa út úr þessu viðtali. Hann átti það skilið.

 

 

Share to Facebook

One thought on “Þingmenn eru líka fólk

  1. Manneskjan fær ríkisborgararétt eftir 15 mánuði meðan aðalreglan er 7 ár ! Tengdamamma er ráðherra og þekkir alla í nefndinni. Hún er skráð með nafni í umsókninni. Maður veit ekki. Kannski hafði hún ekkert með þetta að gera og eiginlega hallast ég nú að því.Það er bara „apperance of impropriety“ sem nægir þegar ráðherra í ríkisstjórn er annars vegar.

    Posted by: Guðjón Viðar | 28.04.2007 | 17:38:21

    ————————————————

    Það vantaði bara að hún flengdi pörupiltinn í beinni, gott á hann. 😀

    Posted by: Gillimann | 29.04.2007 | 10:31:38

    ————————————————

    Algerlega ósámmála… mér fannst Jónína kúka á sig upp á bak og vera að krafsa í grafarbakkann með þessum staðhæfingum um ,,dylgjur“ (sem hún hefur greinilega verið nýbúin að fletta upp á í orðabókinni – ofnotkunin var slík) Það sjá allir sem augu og vit hafa að það er óhreint mjöl í þessu skinkuhorni …

    Posted by: Siggadís | 30.04.2007 | 20:21:39

Lokað er á athugasemdir.