Það var ekkert lík til að afhenda

Maður kemst bara við af því að heyra um virðingu ráðamanna í Bandaríkjunum fyrir islömskum hefðum.

Reyndar er hefðin sú, allsstaðar í veröldinni, óháð trú og menningu, að útförin er fyrst og fremst hugsuð sem tækifæri fyrir aðstandendur til að kveðja hinn látna. Gaman væri nú að vita hvaða ríki það voru sem voru þrábeðin að taka við líkinu og hversvegna þau neituðu því.

Ég gæti best trúað því að líkinu hafi ekki verið skilað vegna þess einfaldlega að það var ekkert lík. Allavega ekki af Ósama bin Laden. Hann er sennilega dauður fyrir mörgum árum. Bandaríkjastjórn og Nató vildu hinsvegar gjarnan að ‘óvinurinn’ hefði andlit af því að það virkar svo vel á pöpulinn og þessvegna var leikari dubbaður upp í gervi Ósómans og goðsögninni haldið á lífi.

Nú þegar togast á í hjörtum almennings reiðin í garð Ghaddafis og andúðin á morðum sem framin eru undir því yfirskini að lykillinn að friði og frelsi sé sá að drepa hann, er rétti tíminni til að svæfa goðsögnina um Ósóma. Heimurinn hefur eignast nýjan og ferskan óvin og það er hressandi í allri gagnrýninni á tilgangslaus morð að gefa fólki einn dauðan óvin til að gleðjast yfir. Gaddi garmurinn getur svo tekið við hlutverkinu andlit óvinarins. Ég spái því að honum verði haldið á lífi lengi enn.

Share to Facebook