Ein lítil saga úr heilbrigðiskerfinu

Vinkona mín hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu ár. Hún fékk m.a. banvænan sjúkdóm og hefur þurft að undirgangast ýmsar rannsóknir og lyfjameðferð vegna þess, auk þess að þarfnast endurhæfingar og dvalar á sjúkrahóteli. Ég vissi að Íslendingar greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa en nágrannaþjóðirnar en þegar ég sá upphæðirnar sem þessi vinkona mín hefur þurft að greiða, gekk gjörsamlega fram af mér. Halda áfram að lesa

Endurskilgreiningar

Tungumálið kemur upp um viðhorf okkar. Stundum afhjúpar það viðhorf sem við erum horfin frá en lituðu samfélag okkar um langa hríð. Þetta eru orð sem hafa verið tekin í sátt svo fremi sem þau eru ekki notuð um það sem þau upphaflega merktu. Það má t.d. nota orðið fáviti um fólk sem hegðar sér heimskulega – svo fremi sem viðkomandi er ekki þroskaheftur. Orðið fáviti má alls ekki nota um þroskahefta því það lýsir viðhorfi sem er ekki lengur viðurkennt en eimir þó eftir af. Halda áfram að lesa