Fyrir þá sem ekki eru á fb

Á facebook gengur nú bréf sem varðar mál Mohammeds Lo og mér finnst rétt að nái einnig til þeirra sem ekki eru þar.

Þeir sem hafa áhuga á að liðsinna Mohammed Lo, eru hvattir til að skrifa yfirvöldum. Skrifið t.d. Útlendingastofnun utl@utl.is Innanríkisráðherra ogmundur.jonasson@irr.is eða aðstoðarmanni Innanríkisráðherra halla.gunnarsdottir@irr.is.

Þeir sem ekki hafa tíma til að skrifa eða eiga erfitt með að stíla bréf, geta nýtt sér bréf sem Jóhann Páll Jóhannsson skrifaði og er svo elskulegur að leyfa frjáls afnot af.

Ég birti bréfið hér fyrir þá sem ekki eru á fb og bið ykkur um að dreifa því sem víðast.

 

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Ögmundar

Sæll Ögmundur

Nú eru liðnir 2 mánuðir frá því að við ræddum saman um mál Mouhameds Lo og enn hef ég ekki fengið vísbendingu um að neitt sé að gerast í því máli frá þinni hlið. Mouhamed er auðvitað löngu orðinn þreyttur á biðinni en nú eru fleiri en hann farnir að undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að leiðrétta mannréttindabrot. Halda áfram að lesa

Hvernig er hægt að hjálpa Mouhamed Lo?

Síðustu daga hafa margir haft samband við mig og spurt hvernig hægt sé að hjálpa Mouhamed Lo. Hann er því miður ekki sá eini sem stendur í baráttu við kerfið og ég vildi að ég kynni einhverja raunhæfari lausn á málum flóttamanna en þá að fremja valdarán í öllum Evrópuríkjum og opna öll landamæri en ég reikna ekki með að sú hugmynd fái fjöldafylgi. Halda áfram að lesa

Ögmundur og fílabrandarinn

Hann situr við eldhússborð í ókunnugu húsi. Hér mun hann dveljast þar til jákvæð niðurstaða fæst en hversu langan tíma það tekur veit enginn. Vinur hans er hjá honum. Hann bendir á hluti í eldhúsinu og nefnir þá á ensku, einn af öðrum og Mouhamed tyggur upp eftir honum. Hann verður að læra ensku ef hann ætlar að geta haldið uppi samskiptum, það var honum löngu orðið ljóst. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – sagan í heild

Söguna skráði ég með aðstoð túlks, konu frá Senegal sem talar bæði ensku og Wolof, móðurmál Mouhameds en hann talaði enga ensku þegar hann kom til Íslands. Hún gat einnig útskýrt fyrir mér ýmislegt varðandi menninguna og bent Mouhamed á atriði sem skipta máli sem mér datt ekki í hug að spyrja um.  Eftir að Mouhamed fór að geta tjáð sig á ensku kom í ljós að ég hafði misskilið nokkuð atriði – ekkert sem skiptir máli þó, Sagan er hér uppfærð frá fyrstu gerð til samræmis við þær leiðréttingar.

 

Mouhamed Lo fæddist í ánauð einhversstaðar í suðurhluta Máritaníu. Hann telur líklegast að hann sé fæddur um miðjan desember 1988 en þar sem fæðingar þrælabarna eru hvergi skráðar, er útilokað að fá það staðfest. Fæðingarstofan var tjaldið sem foreldrar hans bjuggu í og fæðingalæknirinn ólæs kona sem hafði numið af móður sinni og hafði óljósa hugmynd ef þá nokkra, um nútíma lyf og lækningatól. Halda áfram að lesa

Að skrifa nafnið sitt

Löggan rétti honum blað og túlkurinn sagði að hann ætti að skrifa nafnið sitt á það. Hann sagði honum að í skjalinu væri rakið það sem hann hefði sagt lögreglunni af högum sínum. Mouhamed skildi ekki það sem stóð á blaðinu en hann kunni að skrifa nafnið sitt og fannst sjálfsagt að gera það fyrst hann var beðinn um það enda hafði hann enga hugmynd um merkingu þess að undirrita skjal sem lögreglan réttir manni.

Halda áfram að lesa