Ósmekkleg hefð í fréttamennsku

conjoined-twins-turtlesMikið óskaplega finnst mér ósmekklegt hvað fjölmiðlar leggja sig mikið eftir fréttum af fæðingu síamstvíbura. Eiga fréttir af fötlun sem engin leið er að fyrirbyggja virkilega sérstakt erindi við almenning? Ég efast um að foreldrar og læknar yrðu hrifnir ef sjónvarps- og blaðamenn mættu á staðinn til að taka myndir í hvert sinn sem barn fæddist með vatnshöfuð, litningagalla eða aðra fötlun en þegar um samvaxna tvíbura er að ræða er engu líkara en heimurinn standi á öndinni af löngun til að berja afskræminguna augum og enginn virðist mótmæla.

Halda áfram að lesa