Íkorninn sem safnar forða til vetrarins

Þegar ég var fimmtán ára gengu allar stelpur með stutta, ljósa trefla og í gallabuxum. Nema ég. Ég klæddist víðum buxum, sítrónugulum, vínrauðum eða skærblágrænum og gróf upp ógnarlangan, svartan trefil með rauðum dúskum, sem móðir mín hafði notað á sínum sokkabandsárum.  Þann trefil bar ég við öll hugsanleg tækifæri, ekki bara af því að mér fannst hann flottur – þetta var ekki síður einhverskonar yfirlýsing. Halda áfram að lesa

Þarf að hreinsa út úr Hæstarétti?

Vinsamlegast hlustið á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson.

Það er semsagt ekki hægt að fá málið tekið fyrir hjá mannréttindadómstólum. Og jafnvel þótt óháð rannsóknarnefnd komist að þeirri niðurstöðu að rannsóknaraðferðir hafi verið ólögmætar, munu sakborningar ekki fá uppreisn æru við það. Halda áfram að lesa

Um meinta hræsni varðandi Geirfinnsmálið

Undarleg og ósannfærandi finnst mér sú hugmynd sem einhverjir halda nú á lofti að það sé tilgangslaust að berjast fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, nú þegar Sævar er látinn. Þeir eru einnig til sem álíta að það sé tillitsleysi við fjölskyldur þeirra sem í hlut eiga að krefjast endurupptöku. Sumir halda því fram að þar sem enginn sýndi þessum málum áhuga áður, þá sé það tóm hræsni að fara af stað með einhverjar stuðningsaðgerðir nú. Sennilega er lítil þörf á að taka það fram að þeir sem nú hrópa hræsni hræsni lyftu fæstir litla fingri til að gera eitthvað í málunum sjálfir á meðan Sævar lifði. Halda áfram að lesa

Hvað kemur starf manns málinu við?

Allsstaðar er maður spurður um starfsheiti, jafnvel fyrir dómi.

Vandséður er tilgangur þess að spyrja fólk um starfsheiti í réttarsal nema starf þess komi málinu beinlínis við. Það er eðlilegt að starfsheiti og eða menntun komi fram þegar læknir gefur læknisfræðilegt álit en hvaða máli skiptir það annars hvort vitni er ráðherra, öryrki eða pípulagningamaður? Ef dómurinn hefur ekki hug á að nota þær upplýsingar, hversvegna er þá falast eftir þeim?

Einhvernveginn læðist að mér grunur um að sumt fólk þyki í krafti stöðu sinnar marktækara en annað og einmitt þessvegna er jafn illa við hæfi að starfsheiti sé standardspurning fyrir dómi og að krefja vitni svara um hvaða sjónvarpsþáttum þau fylgist með eða hvort þau fari reglulega til tannlæknis.