Er facebook að gera okkur sjálfhverfari?

Þegar afi var að alast upp var bóklestur unglinga eitt stærsta samfélagsmeinið. Ungdómurinn nennti ekki lengur að vinna, heldur lá yfir bókum og ekki blessuðu guðsorðinu neiónei, heldur allskyns siðspillandi ævintýrum og annarri þvælu. Einn og einn las jú líka einhver fræði svona meðfram bullinu en bókvitið varð ekki í askana látið og menn óttuðust að unga kynslóðin yxi úr grasi dyggðum sneydd og full af ranghugmyndum. Halda áfram að lesa