Reynslan af fækkun ráðuneyta

Munið þið eftir því þegar ráðuneytin voru tólf? Munið þið þegar þeim var fækkað? Urðuð þið vör við að almenningur bæri skaða af þeirri fækkun? Tók yfirhöfuð einhver eftir því að ráðuneytum hefði fækkað? Jú, Jón Bjarnason fór í fýlu. Voru það kannski alvarlegustu afleiðingarnar?

Nú eru ráðherraefnin fleiri en ráðherrastólarnir en hafa Íslendingar yfirhöfuð eitthvað með ráðherra að gera? Af hverju ekki að stefna að því að afleggja ráðherraembætti með öllu og breyta ráðuneytunum úr valdastofnunum í þjónustuver?

Ég veit að mörgum finnst fráleit hugmynd að hægt sé að reka samfélag án ráðherra en halló! við höfum reynslu af því að fækka ráðherrum um þriðjung á mjög skömmum tíma. Og hvað sýnir sú reynsla? Bendir hún til einhvers annars en að minnst fjórir ráðherrar af tólf hafi unnið gjörsamlega óþörf störf?

Einnig birt hér

Share to Facebook