Paul Ramses má ekki gleymast

Vakin um miðja nótt. Treð mér í gallann utan yfir náttfötin og hendist út. Andskotans enginn tími til að undirbúa aðgerð og við vitum svosem fyrirfram að vélin verður ekki stöðvuð. En maður getur ekki bara setið með hendur í skauti á meðan íslensk stjórnvöld henda pólitískum flóttamanni úr landi, án þess að Útlendingastofnun hafi einu sinni tekið málið fyrir. Óundirbúin aðgerð er skárri en engin. Tveir handteknir en þeir reyndu þó.

Getum við vænst þess að Ítalir sýni honum meiri mannúð en við? Hversu siðlegt er það. Við sitjum ekki bara brosandi á meðan forráðamenn þjóðarinnar afsala sér ábyrgð, bara vegna þess að þeir geta það.

Paul Ramses má ekki gleymast. Við megum aldrei gleyma því hverskonar viðbjóðspakk það er sem stjórnar landinu okkar. Og við skulum ekki falla í þá gryfju að halda að fólkið bak við skrifborðið hætti að vera ábyrgt gerða sinna þegar það kemur heim til sín.

Share to Facebook

One thought on “Paul Ramses má ekki gleymast

  1. —————————–
    Ísland er svo fallegt og hamingjusamt land. Hér býr bara fallegt og hamingjusamt fólk.

    Mikið er gott að búa á Íslandi.

    Posted by: Alexander | 3.07.2008 | 10:04:40

Lokað er á athugasemdir.