Nú er hann dauður, dauður, trarallarallarara

Saddam Hussein

Ég hef ekki snefil af samúð með Saddam Hussein, ekki heldur þótt hann hafi verið hengdur. Mín vegna má hann stikna í helvíti um eilífð. Það sem mér finnst athugavert við aftöku hans er hvorki það að hann eigi það ekki fullkomlega skilið að tapa lfítórunni né að mér finnist eitthvað óeðlilegra að menn leiki Gvuð í þessu tilviki en t.d. þegar þeir finna leið til að ráða niðurlögum sjúkdóms.

Það sem ég hef út á þessa aftöku að setja er annarsvegar það að þeir sem ákváðu hana eru nákvæmlega sömu drullulepparnir sjálfir og það er eitthvað sjúkt og rangt við það þegar kúkur ber óþef á skít. Hinsvegar það að þessi aftaka fullnægir engu réttlæti hvort sem er. Ég gæti skilið rökin líf fyrir líf, en þessi ógeðsspengill er ábyrgur fyrir hundruðum mannslífa en ekki einu. Það er ekkert hægt að lífláta hann nema einu sinni og það liggur því í hlutarins eðli að það er ekki hægt að ná fram neinu sem nálgast réttlæti. Þeir sem eiga um sárt að binda vegna voðaverkanna sem hann stóð fyrir gleðjast kannski einn eða tvo daga en ég hef enga trú á því að svo léttvæg hefnd geri sérlega mikið gagn til lengdar.

Aftaka Saddams Hussein, þjónar þannig engum tilgangi, nema þeim að gefa heiminum skilaboð um alltumlykjandi vald Stóra bróður og margir óttast nú að hún verði til þess að kynda enn meira undir ófriði í ríkjum araba.

 

Share to Facebook

One thought on “Nú er hann dauður, dauður, trarallarallarara

  1. Aftaka hans þjónar þeim tilgangi að hann getur ekki lengur borið vitni um meðsekt Bandaríkjanna og annarra í voðaverkum þeim sem hann var sakaður um.
    Annann pólitískan tilgang get ég ekki séð.

    Posted by: Elías | 30.12.2006 | 21:28:04

Lokað er á athugasemdir.