Hversvegna að hylja andlit sitt?

Jón Kjartan spyr hversvegna sumir anarkistar hylji andlit sín við mótmælaaðgerðir eða þegar þeir komi fram sem forsvarsmenn aðgerða.

Aðal hugmyndin á bak við það að hylja andlit sitt sú að draga úr líkunum á því að tiltekin andlit séu tengd við ákveðna hugmyndafræði eða ákveðnar aðgerðir eða jafnvel að fólk fái meiri áhuga á einstaklingnum en því sem hann er að berjast fyrir. Hver mannsbarn þekkir t.d. andlit Che Guevara, hins vegar eru mun færri sem þekkja þá hugmyndafræði sem hann aðhylltist. Einnig er hætta á því að þegar ákveðið fólk verður áberandi í starfi grasrótarheyfinga þá dæmi almenningur allt sem sú hreyfing gerir og segir út frá fáum einstaklingum. Þannig býður ‘andlit byltingarinnar’ bæði upp á fordóma gagnvart heilli hreyfingu og einnig persónudýrkun, en fátt er anarkistum verr að skapi.

Ég skil þessi sjónarmið og virði þau enda þótt ég hafi litla trú á að andlitsleysið virki. Ég held að fólk muni alltaf finna andlit á skoðanir og aðgerðir.

Önnur ástæða til að fela andlit sitt er sú að fólk getur lent í vandræðum eða minni háttar böggi þegar það tekur þátt í beinum aðgerðum sem geta verið á gráu svæði gagnvart lögum. Það er auðveldara að hindra aðgerðir ef fylgst er náið með ákveðnu fólki og lögreglan á það til að angra þekkt fólk eða jafnvel handtaka það án góðrar ástæðu. Þessvegna getur verið sterkur leikur að allir sem taka þátt í aðgerðinni séu illþekkjanlegir.

Share to Facebook

One thought on “Hversvegna að hylja andlit sitt?

  1. —————————————————

    mér hugnast illa þetta að fela andlit sitt. mér finnst það næsti bær við nafnleysi, þ.e. að maður þori ekki standa við það sem maður gerir.

    Posted by: baun | 24.11.2008 | 0:36:24

    —————————————————

    nokkrar ástæður og fjölmargar fleiri.
    af sömu ástæðu og sérsveitarmenn hylja andlit sín. og þær eru fjölmargar sem ekki verða tíundaðar hér en mjög skiljanlegar.

    að hylja andlitt sitt þegar maður tjáir sig opinberlega er líka vörn gegn hégóma sem er andi eða spirit. og þessi andans vera þ.e.a.s. hégóma-andin á það til að skemma ýmislegt sem ég ætla ekki að fara nánar úti.

    til viðbótar langar mig að bæta við að ég er ekki fylgjandi ofbeldi, innbroti o.fl. þó svo ég bendi á fyrirbyggjandi varnir gegn piparúða, eða pipar gusum.

    það er langt síðan Ghandi var uppi heimurinn hefur þróast hratt síðan. og að sjálfsögðu langar mig þá að benda á að ymsum nýungum er við aðferðir ghandis að bæta. auk humorís mótmæla sem ekkert hafa með ofbeldi að gera.

    er til andleg sprengja? já..í nokkrum útgáfum
    er til fyndin lífræn sprengja? já…í nokkrum útgáfum.

    er hægt að byggja opið gegnsætt þjóðfélag sem allir skilja… já. en.

    en sorry því miður verður víst allt að fara í bál og brand og þaðan í kalda kol.
    en það eru ævaforn vísindi og viska að henda öllu út sem ekki virkar og ekki er hægt að nýta. og byrja uppá nýtt.
    Shiva. ofl.
    kveðja.
    með von, trú og vinarþeli um frið í framtíð.

    Posted by: gaddi | 24.11.2008 | 1:18:04

    —————————————————

    Derrida var harður á að myndir af honum skyldu ekki birtar í fjölmiðjum. Hann skrifaði um skriftir og því fannst honum nauðsynlegt að dífettisera hugmynd lesandans um þann sem skrifaði. Ég sé beina tengingu við aktivistann, aksjónið og áhorf-/áheyrandann.

    Posted by: Karna | 24.11.2008 | 7:51:06

    —————————————————

    Svakalega var viðtalið flott hjá þér Eva, löggimann var hoppandi hræddur við þig og vissi ekkert hvað hann átti að segja. Ég held að áhorfendur hafi greinilega séð hver var að segja sannleikann 🙂

    Posted by: Rakel Sólrós | 24.11.2008 | 20:05:56

    —————————————————

    Sæl,

    Sá þig í Kastljósi áðan. Á myndbandi á Facebook sem er tekið úr anddyri lögreglustöðvarinnar er augljóst að lögreglan varar mótmælendur ekki við áður en piparúðanum er sprautað út um allt. Það er hægt að sjá myndbandið hér: http://www.facebook.com/video/video.php?v=1074102331745

    Posted by: Þröstur | 24.11.2008 | 20:56:06

    —————————————————

    Löggi var alveg að fara að gráta. Þú varst eins og ströng móðir að skamma óknittastrák sem hafði verið að kasta grjóti.
    Bráðfindið!

    Posted by: Ási | 24.11.2008 | 22:22:30

    —————————————————

    Góð í Kastljósinu í kvöld. Lögreglustjórinn leystist næstum upp í yfirkontroleraðri þvælu sinni.

    Posted by: Hulda H. | 24.11.2008 | 22:57:28

    —————————————————

    Góð í Kastljósinu í kvöld. Lögreglustjórinn leystist næstum upp í yfirkontroleraðri þvælu sinni.

    Posted by: Hulda H. | 24.11.2008 | 22:58:29

    —————————————————

    Góð í Kastljósinu í kvöld. Lögreglustjórinn leystist næstum upp í yfirkontroleraðri þvælu sinni.

    Posted by: Hulda H. | 24.11.2008 | 22:58:29

    —————————————————

    Eva gagnrýnir að það reyndi aldrei neinn að tala við fólkið.

    Stefán segir í kastljósi að lögreglan hafi reynt að tala við fólkið en að fólk hafi ráðist á lögreglumanninn og eyðilagt gjallarhornið.

    Ég sá aldrei neinn reyna að tala við fólkið – ekki skrítið þar sem ég var farin uppá spítala þegar það var reynt.

    Þeir reyndu að tala við fólkið eftir að þeir helltu gasinu, sjá
    http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=34617

    Posted by: anna | 25.11.2008 | 10:12:19

    —————————————————

    Takk fyrir að berjast fyrir réttlætinu og sannleikanum.

    Posted by: Thelma Björk Jóhannesdóttir | 25.11.2008 | 11:03:54

    —————————————————

    Þú stóðst þig vel Eva! Takk! 🙂

    Posted by: Unnur María | 25.11.2008 | 11:04:58

Lokað er á athugasemdir.