Hvað sagði Hulda Elsa?

Ég þoli ekki kjaftasögur. Þ.e.a.s. þegar um er að ræða sögur sem koma almenningi við, þá þoli ég ekki að fá það ekki á hreint hvort er einhver fótur fyrir þeim og hver hann er þá.

Nú gengur saga um að Hulda Elsa Björgvinsdóttir, hafi verið að tjá sig um nauðgunarákæru á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans, í kennslu í HR.

Ég er sannarlega enginn aðdáandi ríkissaksóknara og tilbúin til að trúa öllu illu upp á það embætti en þetta er fjandinn hafi það of seigur biti til að hægt sé að kyngja honum hráum.  Vill einhver sem var í þessum tíma vessgú segja okkur hvaða smáfjöður varð að fimm hænum í þessu tilviki?

Share to Facebook