Heilbrigðisbull

Voðalega leiðist mér þessi þvæla.

1. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að fólk hafi gott af því að borða ef það er ekki svangt. Ef þú finnur ekki hjá þér þörf fyrir morgunmat, slepptu honum þá bara. Taktu með þér nesti ef þú þekkir sjálfan þig að því að troða kleinuhring eða hverju sem tönn á festir í andlitið á þér um leið og þú finnur til hungurs.

2. Ok, það má vel vera að eitthvað sé til í þessu en hvaða rannsóknir benda til þess að fólk borði „skynsamlegar“ eða „hollari mat“ (hvað sem það nú merkir) ef það þambar vatn á undan máltíð? Ég hef fundið eina rannsókn sem sýndi að fólk borðaði minna ef það drakk hálfan lítra af vatni á undan máltíð en þar var um að ræða fólk sem var í megrun. Ég hreinlega veit ekki hvort fólk sem er í kjörþyngd og ætlar bara að halda henni hefur neitt með allt þetta vatnsþamb að gera og hvort þetta virkar til lengdar en það væri allavega fínt ef þeir sem halda því fram gætu bent á eitthvað sem styður þá kenningu.

3. Ekkert bendir til þess að margar litlar máltíðir séu betri en fáar stórar. Þetta ráð gæti gagnast þeim sem finna oft þörf fyrir að narta milli mála en það sem skiptir máli er hversu mikla orku maður innbyrðir, ekki hvort maður borðar oft eða sjaldan. Það er ekki rétt að með því að vera stöðugt étandi hraði maður brennslunni.

Share to Facebook