Hæ, viltu gefa viltu gefa 600 kall til auglýsinga og 44 kr til rannsókna?

Mér finnst ömurlegt að heyra fullfrískt fólk sem býr við almenna velmegun lýsa því yfir að það hafi ekki efni á að styrkja líknarstarf og önnur góð málefni. Átakið ‘Karlmenn og krabbamein’ er gott málefni og á skilið fjárstuðning. Mig setti þó hljóða þegar ég sá að einungis 2,2 af þeim 50 milljónum sem söfnuðust í fyrra runnu til rannsókna og heilar 30 milljónir runnu til átaksins sjálfs.

Ég held að fáir vanmeti fræðslugildið en ég gæti trúað að sumir þeirra sem styrktu söfnunina séu dálítið slegnir yfir því hversu stór hluti fjárins rann til kynningar á átakinu. Ég held að margir hafi talið sig vera að gefa fé til rannsókna og stuðnings við sjúklinga. Upplýsingar á vefsíðu átaksins gefa það nefnilega til kynna.

Fjármunir sem safnast í átakinu Karlmenn og krabbamein verða notaðir í rannsóknir, forvarnir, stuðning og ýmis önnur verkefni sem tengjast baráttunni við krabbamein í karlmönnum. .

Þitt framlag skiptir miklu máli. Við getum haft áhrif, því rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af 3 krabbameinum.

Vonandi er árangurinn jafn frábær og Krabbameinsfélagið heldur fram. Árangurinn verður þó aðeins mældur í fjölgun þeirra tilvika þegar krabbamein uppgötvast á frumstigi. Hann verður ekki mældur í heimsóknum á netsíðu eða því hvaða einkunn fólk gefur sjónvarpsauglýsingu. Munu karlar láta tékka á sér fyrr eða vakti átakið kannski fyrst og fremst athygli á átakinu? Mér finnst það áhugaverð spurning en ekki svo áhugaverð að ég vilji gefa pening til að láta kanna það.

Vill fólk styrkja krabbameinsfélagið? Fokk já. En þegar sexhundruð krónur af hverjum þúsund fara í átakið sjálft, þá er ég ekki hissa á að margir hugsi um tvisvar.

Share to Facebook

One thought on “Hæ, viltu gefa viltu gefa 600 kall til auglýsinga og 44 kr til rannsókna?

  1. ——————————————

    eftir 30 milljón kr. kynningu og fræðslu er ég engu nær um einkenni þessara tilteknu krabbameina eða nokkura leiða til forvarna.

    Posted by: Bjartur | 23.03.2011 | 16:51:45

     ——————————————

    Þú hefur nú kannski ekki fylgst vel með þessu?

    Posted by: Eva | 23.03.2011 | 17:28:45

     ——————————————

    Þegar fjölmiðlar fóru að segja frá því að svona hátt hlutfall færi til kynningarátaksins og lítið til rannsóknanna hættu margir við að styrkja málefnið.

    Þetta mál er gott dæmi um subbuskap íslenskra fjölmiðla. Í svona þörfu máli hefðu þeir getað haft samband við Krabbameinsfélagið við vinnslu fréttarinnar og spurt útí málið og birt skýringuna með upphaflegu fréttinni.

    En eftir þessa uppljóstrun í fjölmiðlum, skýrði Krabbameinsfélagið frá því að kostnaður við kynninguna væri upphafskostnaður við kynningarefnið, prent og slíkt, en efnið notað áfram svo núna væru hlutföllin allt önnur. En skýringin fór ekki jafn hátt og upphaflega fréttin svo líklegt er að ekki hafi safnast eins mikið og annars hefði gerst.

    Posted by: Margrét | 27.03.2011 | 7:51:02

     ——————————————

    Þessar skýringar ættu að fá meiri athygli. Líklega kemur bakslag í söfnunina á þessu ári en ef hlutföllin verða önnur núna, þá er nú góð von til þess að fleiri styrki þetta næst.

    Posted by: Eva | 27.03.2011 | 9:45:00

Lokað er á athugasemdir.