Erindi þitt bíður afgreiðslu

Haukur hringdi heim til Ingibjargar Sólrúnar í gær. Hún er stödd á Ítalíu svo það þjónar víst litlum tilgangi að baka upp á hjá henni en hann bað um gsm símanúmer hennar eða persónulegt netfang. Hann fékk hvorugt en var bent á að senda póst á netfang utanríkisráðuneytisins.

Svarið frá ráðuneytinu er sama staðlaða svarið og allir aðrir sem hafa reynt að skora á Sólu að aðhafast eitthvað í málum flóttafólks hafa fengið: ‘erindi þitt bíður afgreiðslu’.

Veit einhver hvenær hún er væntanleg heim? Mig rennir nefnilega í grun að hún muni ekki sjá til þess að Ramses fái far heim með sömu vél og mig langar að fara út á völl og taka á móti henni. Ég gæti auðvitað pantað viðtalstíma en af fenginni reynslu af því að panta viðtalstíma hjá ráðherra, þá held ég að hljóti að vera hægt að finna skilvirkari aðferð til að ná sambandi við þá.

Mig langar líka í persónulega heimsókn til Björns Bjarnasonar. Ég hef engan áhuga á að gera honum neitt, bara spyrja hann nokkurra óþægilegra spurninga. Þeir sem hafa áhuga á að koma með mér, vinsamlegast hafi samband.

Share to Facebook