Trúboð í skólum er ekkert skaðlegt

Hvernig getur það skaðað börn þótt prestar heimsæki skólann, tali um kærleika og miskunnsemi og kenni börnunum að spenna greipar? Hafa þau eitthvað illt af því að læra að syngja Jesús er besti vinur barnanna? Ef þetta flokkast sem trúboð, hvernig stendur þá á því að mörg þessara barna verða samt trúleysingjar? Halda áfram að lesa

Fram, fram, aldrei að víkja

Þegar stóra Vantrúarmálið gegn Bjarna Randver kom upp, langaði mig að skrifa um það. Samúð mín var með Vantrú. Það varð ekkert af því að ég skrifaði pistil um málið, enda voru Matthías Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir greinilega einfær um að halda umræðunni um þetta eina mál gangandi og rúmlega það, ekki vikum saman heldur í margamarga mánuði og svo enn fleiri mánuði. Ég hafði engu við að bæta og efast um að þeir séu margir sem hafa úthald til að lesa öll samskipti Matta og Hörpu gaumgæfilega. Halda áfram að lesa

Að túlka burt vandamál

Síðustu daga hef ég í félagi við Einar Steingrímsson, beint til mannréttindasinnaðra presta og annarra kristinna manna, spurningum um hvort þeir styðji þá hugmynd að Þjóðkirkjan viðurkenni formlega að Biblían og fleiri rit sem mynda kenningargrundvöll kirkjunnar, séu úrelt og byggi starf sitt framvegis á grundvelli nútímahugmynda um mannréttindi og siðferði. Halda áfram að lesa

Kenningagrundvöllur Þjóðkirkjunnar

Þegar börn fermast, fara þau með ákveðna trúarjátningu. Með henni lýsa þau trú á margskonar þvælu sem afskaplega fáir trúa í raun, t.d. meyfæðinguna. Einnig viðurkenningu á heilagleik kirkjunnar, semsagt því að ekki skuli efast um kenningargrundvöll hennar og túlkun yfirmanna hennar á Biblíunni. Reyndar má vel draga í efa að 14 ára börn hafi forsendur til þess að skilja hvað felst í því að lýsa yfir trú á heilagleik stofnunar en ekki er síður gagnrýnivert að þau eru látin lýsa þessu yfir þótt þau hafi sáralitla þekkingu á kenningagrundvelli hennar og hafi ekki einu sinni lesið Ágsborgarjátninguna frá 1530, sem var þó ætlað að rökstyðja það sem á þeim tíma taldist frjálslyndi. Halda áfram að lesa

Af kvenhatri Salmanns Tamimi

Salmann Tamimi opnar á sér þverrifuna, verður það á að nefna son sinn sérstaklega en ekki dætur, sem miðað við hans uppruna ætti svosem ekki að koma neinum á óvart.

Á snjáldrinu verður allt vitlaust. Einhverja rámar í viðtal þar sem Salmann mælir með duglegri eiginkvennabarsmíð, helst með priki. Aðra minnir að þetta hafi nú kannski ekki alveg verið svona gróft. Ég sá þetta viðtal ekki sjálf en á endanum sendi ágætur maður mér útprent af því og kann ég honum bestu þakkir. Halda áfram að lesa

Af þagnarskyldu og fleiru

Það ætlar víst að ganga eitthvað treglega að fá á hreint í hverju misskilningur minn liggur.

Á DV hafa farið fram umræður um fyrri bloggfærslu mína í dag og þar hafa komið fram athyglisverðar hugmyndir um þagnarskyldu presta og upplýsingaskyldu, margar byggðar á misskilningi eða bara vanhugsun. Hér er samantekt fyrir þá sem ekki nenna að lesa í gegnum allan þráðinn. Fyrst hugmyndir lesenda sem telja líkræðu Baldurs viðeigandi og svo útskýringar mínar. Halda áfram að lesa